Test á Kawasaki KX450F 2010

HÉR

Óli G.


Kröss á Red Bull Romaniacs

Tékkið á þessu videoi frá Red Bull Romaniacs - sumt af þessu hlýtur að hafa verið svolítið sárt....

 

Óli G.


Slöngulaust??

Ég skoðaði Tubliss búnaðinn um daginn - Haukur #10 sýndi mér þetta aðeins og held ég að þetta sé bráðsniðugt.   Nú er komin mjög góð umfjöllun um þetta inná síðunni hjá Robba, Hardenduro.tk.

Lesið allt um Tubliss HÉRNA

Dótið fæst svo hjá Gunna í Cubic.

 

Hjólahjóla!!
Óli G.


Hvað á að gera í haust?

Er fólk ekki að spá í enduro á næstunni?  Er ekki upplagt að kíkja eitthvað út úr bænum á næstunni og fagna haustinu?

Tékkið á þessu video frá Red Bull Romaniacs - þetta er hardcore.  Spurning um að finna slóðir hérlendis sem líkjast þessu?

 

Hjólahjóla
Óli G.


MX Bolaalda - síðasta umferð Íslandsmótsins á laugardaginn

Muniði nú eftir að skrá ykkur - fresturinn rennur út á miðnætti í kvöld, þriðjudag.

Munið sömuleiðis eftir lokagrilli á laugadagskvöldinu eftir keppnina, sami staður og venjulega Tounge  Í þetta skipti vil ég byðja ykkur um að koma með eigin mat, ég er ekki til í að vera heima hálfann daginn og elda eins og síðast!!

Sjáumst spræk á laugardaginn.

 

Hjólahjóla!!
Óli G.


Flott bikarmót í Bolaöldu

Mjög skemmtilegt bikarmót var haldið í öfugri Bölaöldubraut nú í kvöld í frábæru veðri.  Aðstæður voru hinar bestu, veður gott og rakastig brautarinnar eins og best verður á kosið.  Brautin sjálf í topp standi þannig að þetta verður tæpast betra.

Vel yfir 50 keppendur voru skráðir til leiks, en margir notuð tækifærið og kepptu í öðrum flokkum en þeir eru vanir; Ásgeir 277 til dæmis keppti í MX125 á 125cc hjóli, Gummi Kort og Halli Halla færðu sig upp um flokk uppí MX125.  Halli tók holuskotið í seinna moto en Ásgeir sýndi þvílíkan snilldarakstur á 125 að það mun verða lengi í minnum haft og gott ef ekki fellt í munnmælsögur fyrir komandi kynslóðir; þetta gerði hann í MX-open á 125unni.  Sömuleiðis var Heiðar 900 að gera mjög flotta hluti á KXF450 sem hann hefur ekki sést á áður; ég er reyndar ekki kominn með opinber úrslit og er ekki klár á hvaða sæti hann endaði.

Úrslit okkar Kawasaki-fólks voru ágæt, eins og við má búast:  Aron gamli gersamlega helrústaði þessu en það eru engar fréttir, nema lesandi hafi búið við norðurjaðar Vatnajökuls undanfarna mánuði.  Kallinn hefur þvílíka yfirburði að það er tæplega sniðugt; við þurfum að finna hjólara sem er jafn öflugur og jafn stöðugur og Aron, svo Aron geti allavega æft sig;  ef við finnum handa honum æfingafélaga þá held ég að hann verði orðinn alveg á hemsmælikvarða innan skamms.

Karen 132 vann kvennaflokkinn á 250F; er að sýna góðann akstur á þessu hjóli, en þær mæðgur Margrét og Bína fylgdu á hæla henni.

Hinrik 807 átt frábært kvöld, sýndi að hann er að koma sér upp þeim stöðugleika sem þarf og vann MX85 flokkinn.  Flott Hinrik og til lukku með þetta.  Jói 919 kom sömuleiðis til baka eftir löng meiðsli og endaði í fjórða sæti eftir að hafa leitt moto 2 í nokkra stund.  Honum er óskað til hamingju með að hafa EKKI meitt sig......  Gylfi og Alexander voru sömuleiðis að gera góða hluti en þeir eiga tímann fyrir sér í þessum flokki; bæði Jói og Hinrik fara upp í MX125 á næsta tímabili en Alexander og Gylfi eiga eitt og tvö ár eftir.  Alexander endaði í sjötta sæti en ég er ekki viss um hvar Gylfi kláraði.

Frekari fréttir af Kawasaki-fólki þegar opinber úrslit koma.
Í lokin minni ég fólk á að taka frá kvöldið eftir Íslandsmeistaramótið í Bolaöledu sem haldið verður aðra helgi.  Þá verður grillað aftur!!

Hjóla!
Óli G.

 


Keppni í Sólbrekku á laugadaginn - grill um kvöldið!!

Nú eru allir vonandi búnir að skrá sig í Sólbrekku á laugardaginn, búnir að smyrja lofstíuna og hreinsa keðjuna, mæla loftið í dekkjunum og bóna sætin.....eða eitthvað LoL

Um kvöldið ætlum við svo öll að grilla saman, á sama stað og síðast!!  Nánari upplýsingar á laugardaginn.

 

Hjóla svo!!
Óli G.


Letingjar.is

Mér fannst mjög leiðinlegt að sjá hvernig útgangurinn á kawasaki pittnum var eftir Álfsnes keppnina. Í fyrsta lagi flúðu allir heim til sín eins fljótt og hægt var og skildu öll tjöldin eftir án þess að rétta fram litla putta við að gera nokkurn skapaðan hlut, og í öðru lagi var þetta einsog aðkoman hjá Sorpu. Það voru powerade og gatorade og hvað sem þetta heitir nú allt saman á víð og dreif inní tjöldunum. Hvað er eiginlega málið? Ef þið eruð ekki þroskaheft eða illa gefin, sem ég hef ekki tekið eftir hingað til allavega, að þá ættuð þið í það minnsta að sjá sóma ykkar í að henda ykkar rusli í poka, en ekki á víð og dreif um Kawasaki tjaldið. Við eigum að vera til fyrirmyndar þegar fólk labbar framhjá og er að skoða inní pittinn okkar. Við erum með lang stæðsta og flottasta liðið, og það er algjör óþarfi að vera að sóða allt út. Það er mjög einfalt að henda flöskum og rusli í poka þegar maður er búin að drekka úr þeim.

Og svo eiga Raggi og Óli ekki a þurfa að vera tveir að ganga frá öllum pittnum og taka niður tjöldin að keppninni lokinni. Þeir sem nota tjaldið geta í það minnsta boðist til að hjálpa við að taka þetta niður og hjálpað til við að ganga frá.

Kveðja,

Einn meðlimur kawasaki hópsins sem vill að Kawasaki liðið verði áfram flottasta liðið!

Hjálpumst að við að ganga frá og taka saman, það tekur innan við 10 mínútur!

 

TEAM GREEN FOR THE WIN :)


Álfsnes í dag!

Flott keppni í Álfsnesi í dag - óska okkar fólki til hamingju með árangur dagsins sem var verulega góður; ég birti lista yfir árangurinn þegar opinber listi er kominn út.

Later kiddos!!
Óli G.


N1 styrkir Team Kawasaki

Eins og undanfarin ár styrkir N1 keppnisliðið okkar myndarlega í formi inneignarkorta sem nota má á stöðvum N1.  Þeir keppendur sem uppfylla eftirfarandi skilyrði geta fengið úthlutað kortum:

  • Keppendur verða að keyra Kawasaki-hjól í keppnum; hjólið verður að vera auðþekkjanlegt sem Kawasaki.
  • Keppendur verða að keppa í galla frá Nítró og hafa N1 og Nítró merkingar á hjóli og galla; merkingar skulu útfærðar í samráði við Nítró.
  • Viðkomandi keppandi verður að vera skráður í keppniskerfi MSÍ sem akandi á Kawasaki og með N1 og Nítró sem styrktaraðlia.

Kortunum verður útdeilt samkvæmt eftirfarandi, fyrir lokaniðurstöðu í keppnum í íslandsmótinu í MX og Enduro, í flokkum með átta keppendum eða fleirum:

1. sæti - 8 þúsund
2. sæti - 5 þúsund
3. sæti - 3 þúsund
4. sæti - 3 þúsund
5. sæti - 3 þúsund

Með "flokkum" er átt við alla keppnisflokka sem fá afhent verðlaun á mótum MSÍ og þar sem keppendur eru 8 að fleiri í viðkomandi móti.  Viðkomandi ökumaður þarf að uppfylla ofangreind skilyrði, en auk þess gildir eftirfarandi:

  • Þeir keppendur sem fá úthlutað fastri upphæð inneignarkorta samkvæmt einstaklingssamningum fá ekki úthlutun samkvæmt ofangreindu.
  • Mögulegum afgangi af styrkjum N1 verður úthlutað í lok keppnistímabilsins, í samræmi við árangur keppenda.

Ferkari upplýsingar veita Raggi eða Óli G.

 

Hjólahjóla!!
Óli G.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband