2.6.2010 | 19:51
Styrkir frá N1 og Nítró í sumar!!
Bónusprógram: N1 úttektarkort fyrir árangur í Íslandsmótum í MX og Enduro
Deilum út úttektarkortum frá N1 eftir kerfinu sem hér fylgir:
Ovarall í mx og Enduro eru gefin kort að eftirfarandi upphæð fyrir sæti.
1. 10 þús.
2. 8 þús.
3. 5 þús.
4. 3 þús.
5. 3 þús.
Einstakir flokkar í mx og Enduro fá (lágmark 5 keppendur eða fleiri.) Athuga að ekki fæst fyrir bæði Overall og flokka:
- 8 þús.
- 5 þús.
- 3 þús.
- Keppendur verða að keyra Kawasaki og vera í galla frá Nitró, auk þess að hafa N1 og Nitro merkingar á hjóli og galla! Auk þess verða viðkomandi að skrá sig í keppniskerfi MSÍ sem akandi á Kawasaki og með N1 og Nitró sem styrktaraðila.
- Þeir keppendur sem fá fasta upphæð í samningum sínum fá ekki þessa styrki.
- Það sem verður afgangs af styrknum frá N1eftir árið verður skipt eftir svipuðu kerfi á milli þeirra sem best stóðu sig á árinu og komast á pall í Íslandsmótinu í sínum flokki.
Nokkra aðra hluti viljum við líka gera sem vonandi koma öllum til góða:
Mitas dekkin: Viljum líka benda á að við höfum hafið sölu á nýrri línu af Tékknesku Mitas dekkjunum sem eru mjög hagkvæmur kostur sem keppnisdekk. Endilega kíkið við og skoðið þessi frábæru dekk.
Afsláttur af keppnisgöllum: Þeir keppendur sem hafa áhuga á kaupa cross galla geta fengið 35% afslátt af One, Oneal, Acerbis og Nofear buxum og treyjum út júní eins bjoðum við upp á merkingu með nafni og númeri gegn auglýsingum á brjósti.
Límmiðakit, límmiðakittin sem beðið hefur verið eftir eru væntanleg á hádegi 3 júní (vonum að loforð DHL standist) þeir sem keypt hafa ný MX hjól af okkur í vetur fá kit fyrir vatnskassahlífar ókeypis, aðrir í keppnisliðinu fá kit á kostnaðarverði.
Sjáumst hress á Ólafsfirði um helgina
Raggi
Óli G.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2010 | 10:01
Flott í Þorlákshöfn í gær
Það var þrusugaman í enduroslóðinni í Þorlákshöfn í gær þó veðrið væri ekkert sérstakt. Ég kemst ekki í dag en mér skilst að eitthvað af fólki ætli sér þangað.
Veðrið í dag er mun betra en í gær, engin rigning, sex stiga hiti og smá gola - jafnvel séns á að gula kvikindið kíki fram undan skýjum.
Allir í Þorlákshöfn - muna að kaupa miða!!
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2010 | 10:12
Hjóla - laugardagur 9.janúar 2010
Er veður til að hjóla í dag þó það sé rok og rigning? Við erum að spá í að kíkja í Þorlákshöfn, vita hvort eitthvað er hægt að hjóla.
Hjólahjóla
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2010 | 09:35
MXS.IS æfingar
Æfingar klukkan 18:30 á mánudögum og miðvikudögum - koma svo!!!
Muniði ekki hvað Aron var í fjandi góðu formi í fyrra sumar? Verið með og komist að því hvernig hann fór að því.
Koma svo, drífa sig!!
Kveðja
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 22:17
Undirbúningstímabilið hefst!!
Jæja unga fólk, nú verður tekið á því!! Allir eiga að komast í form fyrir vorið.
MXS.IS undir stjórn Össa ætlar að bjóða uppá hörku-æfingar eins og gert var í fyrra. Æfingarnar verða opnar öllum sem hafa áhuga og getu en Nítró/N1 mun niðurgreiða æfingarnar fyrir Kawasaki-keppendur.
Fullt verð er 5.900 á mánuði, en Kawasaki-liðið greiðir 2.900,-
Æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum, en tímasetning er ekki ákveðin og er tekið við tillögum í því efni. Til greina kemur að æfingar verði klukkan 17, 18 eða 19 - spurning hvaða tími fær flest atkvæði. Allir að segja skoðun sína, verður ákveðið á morgun þriðjudag!!
Eingöngu þeir sem ætla að vera með sendi póst á kawasaki@btnet.is; taka fram ef þið keppið fyrir Kawasaki og Össi staðfestir það við Ragga.
Hjólahjóla!!
Óli G.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.11.2009 | 14:43
Team Kawasaki 2010 Motocross & Enduro - undirbúningur
Þessar vikurnar er verið að leggja línurnar fyrir skipulag keppnisliðsins og utanumhald þess á næsta ári. Viljum við gjarnan keyra þetta á svipuðum nótum og við gerðum í ár, þar sem við létum kreppuna ekki skemma of mikið fyrir okkur og gekk bara nokkuð vel að hafa gaman saman enda gengur þessi íþrótt og þessi félagsskapur út á það.
Þær hugmyndir sem eru á borðinu eru í stuttu máli þessar:
Allir sem eiga Kawasaki og taka þátt í keppnunum 2010 á hjóli merkt Nitro og N1 fá:
- Sérkjör við kaup á Kawasaki hjólum.
- Möguleika á styrk í lok tímabils, á svipuðum nótum og 2009 (nánar kynnt síðar)
- 10- 25% afslátt af vara- og aukahlutum (ekki tilboðsvörum) afsláttarkjör fara eftir árangri, fjölda keppna og sýnileika keppanda. Hafa samband við Nitro ragnars@n1.is
- Sértilboð til liðsmanna á t.d. göllum og fleiru.
- Aðgangur að Kawasaki æfingum ( ekki ákveðið nákvæmlega hvernig þeim verður háttað, verður útfært eftir áramótin)
- Ráðgjöf með æfingar og uppsettningu hjólssins
- 1 sett límmiðakit (þeir sem kaupa nýtt Kawasaki 2009 eða 2010)
- Aðgangur að öðrum uppákomum sem Team Kawasaki stendur fyrir, svo sem grillkvöldum eftir keppnir.
Skilyrði fyrir þátttöku er að liðsmenn skrái sig á réttan hátt í MSÍ skráningarkerfið (hjólategund Kawasaki og styrktaraðili Nitro/N1 ) auk þess að hafa hjólin merkt okkur, noti okkar vörumerki ef mögulegt er og geri okkar merkjum hátt undir höfði. Við vonumst auðvitað einnig eftir því að fá einhverja utanaðkomandi stuðningsaðila sem kannski geta gert eitthvað skemmtilegt fyrir okkur.
ATHUGIÐ:
Þar sem mjög takmarkaður fjöldi af 2010 hjólum verður tekin til landsins vil ég benda þeim sem hug hafa á svoleiðis að endilega hafa samband við mig í síma 440-1221 eða á tölvupósti ragnars@n1.is til að fá áætluð verð og festa sér hjól sem fyrst svo betur gangi að ákveða hvað verður tekið. T.d. væri mjög gott að fá að vita í hvaða flokkum ökumenn og konur stefna á að keppa á næsta ári.
Hjólakveðjur
Raggi
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2009 | 12:48
Til sölu - skemmtilegasta hjólið!!
RaceTech fjöðrun (ventlar og gormar) að aftan og framan, hærra stýri, hærra sæti, álpanna undir vél, Akrapovic púst. Öll stefniljós heil og í lagi, hjólið er skráð og á hvítum númerum.
Supermoto-léttmálmsfelgur fylgja.
Hjólið þarf að komast í hendurnar á einhverjum sem hefur tíma til að nota það.
Verð 895.000,- allur pakkinn.
Sími 663-2508
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2009 | 18:50
BÓNUSAR FRÁ N1!!!
Ágætu liðsfélagar.
Loksins er komið að því - bónusar sumarsins frá N1 eru tilbúnir!! Neðangreindir Kawasaki-keppendur geta sótt sína bónusa til Ragga; óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn!!!
Andrea Dögg Kjartansdóttir KV |
Aníta Hauksdóttir KV |
Anton Freyr Birgisson B |
Arnar Ingi Guðbjartsson B |
Aron Ómarsson MX open |
Árni Gunnar Gunnarsson E1 |
Ásdís Elva Kjartansdóttir 85 KV |
Björn Ómar Sigurðarson B |
Eysteinn Jóhann Dofrason B |
Eysteinn Jóhann Dofrason B |
Freyr Torfason MXopen |
Friðrik Freyr Friðriksson MXU |
Guðfinna Gróa Pétursdóttir 85 KV |
Gylfi Þór Héðinsson 85 |
Haukur Þorsteinsson E2 |
Heiðar Grétarsson MX2 |
Hinrik Ingi Óskarsson 85 |
Hjörtur Pálmi Jónsson B |
Jónas Stefánsson E1 |
Karen Arnardóttir KV |
Magnús Ásmundsson E2 |
Pétur Ingiberg Smárason E1 |
Sandra Júlíusdóttir KV |
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir KV |
Theodóra Björk Heimisdóttir KVE |
Örn Sævar Hilmarsson MX2 |
Reglurnar sem farið er eftir við úthlutun eru eftirfarandi:
Einstakir flokkar, með átta keppendum eða fleirum, í MX og Enduro fyrir hverja keppni:1 Sæti: 10þús
2 Sæti: 8þús
3 Sæti: 5þús
4 Sæti: 3þús
5 Sæti: 3þús Ef 5 eru í flokk þá fá menn.
1 sæti 5000,-
2 sæti 3000,-
3 sæti 3000,-
Svo fyrir Íslandsmótið alla flokka nema mx open:
1 sæti 10þús
2 sæti 8þús
3 sæti 5þús
Fyrir Íslandsmótið MX open
1 sæti 20þús
2 sæti 15þús
3 sæti 10þús
4 sæti 8þús
5 sæti 5þús
Enn og aftur til hamingju.
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.11.2009 | 10:05
Uppskeruhátíð MSÍ
Nú er komið að því - árshátíð okkar hjólamanna verður haldin 14.nóvember í Rúbín í Öskjuhlíð og verður sýnist mér enn glæsilegri en verið hefur.
Þeir sem ætla sér að fá sæti við Kawasaki-borðið þurfa að senda póst á Ragga í Nítró sem allra fyrst - ragnars@n1.is - og tilkynna um áhuga sinn!!
Koma svo!!
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 18:37
Koma svo team green ! Skrá sig
Villt þú komast í besta form lífs þíns? Þá er þetta rétta tækifærið. Strax í næstu viku fara af stað hin geysivinsælu þrek námskeið hjá Motocross Skólanum. CrossFitness er líkamsræktarprógramm sem er hannað af þeim Aroni og Össa hjá Motocross Skólanum en Aron er íslandsmeistari í Motocross árið 2009. CrossFitness námskeiðið er hannað til að koma motocross fólki í rétt form, en Motocross er talin önnur erfiðasta íþrótt í heimi. Svo ef þú ert í formi fyrir Motocross, þá ertu tilbúin í hvað sem er. CrossFitness námskeiðin fara fram tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:00. Æfingarnar eru í 2 tíma í senn, klukkutíma úti, og klukkutíma inni. Stílað er inná sprengikraft, mikið vöðvaþol og almennt úthald. Svo hvort sem þú villt verða íslandsmeistari í Motocross, ert almennur áhugamaður um líkamsrækt, er orðinn þreyttur á því að vera í lélegu formi, villt losna við aukakílóin, auka úthaldið, sprengikraftinn eða vöðvaþolið, að þá eru þetta réttu tímarnir fyrir þig. Prufu tími fer fram Þriðjudaginn 3.nóvember og byrjar svo fyrsti tími Fimmtudaginn 5.nóvember. Hvert námskeið er mánuð í senn og komast einungis 20 manns á námskeiðið mánuð hvern.
Skráning á CrossFitness námskeiðið 5.nóv - 1.des :
sendið email á: aron@aron66.is
Takið fram: nafn, kennitölu og símanúmer
Verð: 6.900 kr. Greiðist á staðnum
Skráning í prufutímann Þriðjudaginn 3.nóvember kl 19:00 :
sendið email á: aron@aron66.is
Takið fram: nafn, kennitölu, símanúmer og að þið ætlið í prufutímann.
Verð: Frír prufutími
ATH! Að einungis eru 20 laus pláss, svo að ef þeir sem vilja fara í prufutímann fyrst áður en þeir ákveða sig, að þá getum við ekki lofað að það verði laust eftir hann, þar sem við erum með takmarkað pláss undir æfingar.
Nitro mun niðurgreiða námskeiðið fyrir keppnisfólk Team Kawasaki, og kostar því einungis 5.900 kr. fyrir þá.
Staðsetning: Fákafen 11, Skeifunni. (Keyrt upp á bílaplan á milli húsanna)
Kv. Aron og Össi hjá Motocross Skólanum
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)