Færsluflokkur: Íþróttir
25.8.2008 | 16:12
Aron Ómarsson - okkar maður á MXON
Liðsheild okkar Kawasaki-kvenna og manna hefur vakið athygli í sumar.
Nú er komið að því að standa enn þéttar saman og styðja við bakið á okkar manni á MXON, en það hefur varla farið framhjá neinum að Aron Ómarsson er að fara þangað sem fulltrú Íslands og að sjálfsögðu sem fulltrúi okkar Kawasaki-liðsins. Þetta kostar alltsaman stórfé og legg ég til að við látum öll einhverja aura af hendi rakna til að létta honum og hans fjölskyldu róðurinn.
Það er nefnilega þannig að margar hendur vinna létt verk, líka þegar kemur að peningamálum; ef allir sem eru á póstlista og SMS-lista Kawasaki-liðsins leggja til að mynda 5.000 kall inná reikninginn hjá Aroni þá er búið að tryggja að hann og hans fjölskylda verða ekki fyrir stórkostlegum peningalegum skakkaföllum vegna þess hvað hann er fjandi góður að hjóla.
Reikningsnúmer: 0142-26-2442
Kennitala: 190388-3449
Koma svo, allir saman nú!!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 08:48
MX Bolaalda
Jæja fólk, þá er komið að því - lokaumferð Íslandsmótsins í motocross fer fram í Bolaöldu á laugardaginn!
Ég vil minna fólk á að skrá sig - ekki gleyma að skrá sig áður en fresturinn rennur út!!
Sömuleiðis vil ég fá alla keppendur Team Kawasaki til að hittast í myndatöku fyrir keppnina. Það er nauðsynlegt að eiga góða hópmynd til að senda á stuðningsaðila okkar.
Nánari tímasetning og fyrirkomulag verður tilkynnt síðar.
Sömuleiðis þá ætla Haukur og Tedda að hafa grillveislu í lok dags, eins og þau hafa gert í sumar eftir keppnirnar hér í nágrenni borgarinnar. Sama fyrirkomulag verður á þessu og verið hefur - mæta með kjöt, helsta meðlæti og drykki, en Tedda býður uppá heita sósu og salat.
Svo verður náttúrulega góða skapið að vera með - alltaf! Slúttum þessu ágæta sumri með stæl.
Hjólahjóla
Óli G.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 16:26
MountainDew, Kristal Sport, Gatorade
Liðsmenn og -konur - sækið drykki til að hafa með norður á Sauðárkrók í bílskurinn hjá mér!!!
Ölgerðin fyllt skúrinn af gosi!!!
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 08:56
MX Sauðárkróki, Ed Bradley og fleira
Jæja gott fólk, nú eiga allir að vera búnir að skrá sig í motocrossið á Sauðárkróki á laugardaginn. Einhverjir hafa sem fyrr verið í vandræðum með skráningu en það hlýtur að leysast.
Ed Bradley verður með æfingu í Bolaöldu á miðvikudaginn, fyrri hópurinn klukkan 10 og seinni hópurinn klukkan 17, ef ég man rétt.
Svo er bara að fjölmenna norðu með góða skapið...og keppnisskapið líka, það er alltaf betra held ég.
Hjólhjóla
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 00:01
MX Akureyri
Jæja, maður bara mættur í bæinn eftir ágæta vikulanga helgi á Akureyri.
Skruppum í dag á spítalann á Akureyri og litum á Eyþór Reynisson. Hann er bara hinn hressasti miðað við aðstæður, byrjaður að æfa sig á hækjurnar og vonast hann og Reynir til að komast heim jafnvel á föstudaginn.
Fyrir hönd alls Kawasaki-liðsins óska ég og mín fjölskylda honum áframhaldandi góðum bata!!
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2008 | 12:56
Námskeið 2 hjá Össa og Aroni
Við viljum byrja á því að þakka þeim sem voru á fyrsta námskeiðinu hjá okkur fyrir skemmtilega helgi og vonum að þau hafi haft bæði gagn og gaman af.
Við höfum ákveðið að halda annað námskeið helgina 9.-10. ágúst (helgina fyrir keppnina á Sauðárkróki). Farið verður í gegn um þau grundvallar atriði sem þurfa að vera á hreinu í motocrossi eins og mismunandi beygjur, stöðuna á hjólinu, stökk o.s.frv. og áhersla lögð á að leiðbeina hverjum og einum eins og þurfa þykir. Til að námskeiðið skili svo sem mestum árangri þá verða teknar myndir í gríð og erg á meðan á því stendur og að degi loknum eiga menn og konur (því þetta er alls ekki síður ætlað stelpum en strákum) að geta stúderað þær og séð hvað var vel gert og hvað þarf að bæta og haldið áfram að vinna í þeim atriðum.
Hægt er að sjá myndirnar frá síðasta námskeiði á slóðinni www.123.is/motocrossmyndir
Ætlunin er að hafa tvo hópa, annan frá 10-1 og hinn frá 3-6. Hámarksfjöldi í hóp er 15 manns. Staðsetning námskeiðsins verður ákveðin þegar nær dregur og fer mest eftir veðri
Allar nánari upplýsingar og skráning er hjá Aroni í gegn um netfangið aron@aron66.is
Þar þarf að koma fram:
Fullt nafn Sími Hjólategund Óskir um tíma Ágætt væri einnig að það komi fram hvort viðkomandi telur sig vera byrjanda eða eitthvað lengra kominn
Bestu kveðjur Össi #404 Aron #66
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2008 | 09:59
MX Akureyri - muna að skrá sig!!
Næsta laugardag fer fram á Akureyri þriðja umferð Íslandsmótsins í motocross. Mikil spenna er í gangi því landslið okkar, til keppni á MX of Nations, verður valið eftir keppnina.
Muna að skrá sig í MX Akureyri á vef MSÍ. Muna sömuleiðis að gera ráðstafanir vegna tímatökusenda, ef þið eigið ekki slíkann; muna svo að teipa sendinn fastann á hjólin.
MXoN fer fram á Donington Park, dagana 27. og 28. september næstkomandi. Nokkrir innan Team Kawasaki eru að skoða möguleika á hópferð til Donington Park. Gaman væri að heyra hverjir úr hópnum hefðu áhuga á að fara.
Hjólahjóla
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2008 | 11:20
Myndir myndir!!
Undanfarna mánuði hef ég verið í miklu brasi við að koma myndum inná síðuna. Eftir samskipti við stjórnendur Moggabloggsins undanfarna daga ákvað ég að nenna þessu ekki lengur og setti upp svona kúl Flickr-síðu eins og Lolla er með. Tenglar inná myndamöppurnar eru komnir hérna vinstra megin á síðuna.
Loksins eru komnar myndir frá Kawasaki-deginum í vor, myndir af okkur máluðum og flottum. Sömuleiði erum við að setja inn myndir frá Kawasaki-Cup um síðustu helgi.
Hjólakveðjur
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.7.2008 | 11:49
Keppnin á Sauðárkróki 16.ágúst
Ég vildi bara láta þá vita af því sem ætla að mæta á keppnina á Króknum og eru enn ekki búnir að redda sér gistingu að fara að spá í það. Það verður nefnilega einhver stór landbúnaðarsýning þar þessa sömu helgi þannig að það verður meiri gestagangur í bænum en vanalega.
Varðandi gistinguna þá er tjaldsvæði í bænum við hliðina á sundlauginni og svo er hægt að tékka á bændagistingum á sveitabæjum í nágrenninu auk þess sem að það er ekki nema ca.20 mínútna keyrsla í Varmahlíð
Kveðja Lolla
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2008 | 14:43
Kawasaki-keppnin 19.júlí
Frábær dagur í gær!
Held það geti allir verið sammála um að það tókst alveg sérlega vel til í gær með Kawasaki-keppnina. Allir skemmtu sér hið besta, brautin góð, búningarnir flottir og allt tókst alveg sérlega vel.
Ekki spillti fyrir að reisið milli þeirra Ásgeirs 277, Arnars Inga 616 og Helga 213 var eitt það rosalegasta sem sést hefur. Talsvert jafnræði var með þessum þremur í gær og tóku þeir rosaleg reis, hvað eftir annað, allir saman og sín á milli. Árni lögga #100 var svo rétt á hælunum á þeim og gerði harða hríð að toppþrír sæti en náði ekki alveg að troða sér upp á milli.
Sömuleiðis legg ég til að sá háttur verði hér eftir hafður á að Aníta Hauksdóttir verði látin starta um það bil hálfum hring á eftir restinni af stelpuflokknum. Ég hef bara ekki séð skemmtilegri akstur - það dó á hjólinu hjá Anítu eftir startið og hún hjólaði eins og óð væri til að halda sér í toppbaráttunni. Flottur akstur!!
Annars voru úrslit sem hér segir:
MX2
Ásgeir Elíasson #277
Arnar Ingi Guðbjartsson #616
Helgi Már Hrafnkelsson #213
MX1
Daði Erlingsson
Guðmundur Óli Gunnarsson
Arnór Hauksson
MX-stelpur
Signý Stefánsdóttir
Aníta Hauksdóttir
Hekla Daðadóttir
MX-85 stelpur
Guðfinna Pétursdóttir
Ásdís Kjartansdóttir
MX-85 strákar
Gylfi Þór Héðinsson
Skúli Freyr Ólafsson
Nýliðaverðlaun fengu Jón Ernst Ágústsson, Bjarki Freyr Rúnarsson og Hlynur Sandholt.
Sérstaka 40+ viðurkenningu fékk svo Hranfkell formaður Sigtryggsson; mér finnst reyndar að hann ætti að fá fleiri og stærri viðurkenningar en þessa þó hann sé vissulega orðinn svona gamall - kraftur hans og dugnaður í þessu sporti okkar hefur skilað miklum framförum undanfarin ár.
Sömuleiðis ættu Haukur og Tedda að fá sérstaka viðurkenningu fyrir ótrúlegan og óendanlegan áhuga og dugnað. Þessi dagur var þeirra frá a til ö; og ekki bara það heldur hafa þau haft gríðarleg áhrif í sportinu undanfarin ár, drifið fólk með sér, auðveldað mjög mörgum og þar á meðal mér og mínum að komast af stað í sportinu, og gert meira en margir átta sig á við að kynna sportið og gera það að þeirri almenningsíþrótt sem það er að verða í dag. Kawasaki-keppnin, þátttakan og stemmninginn sem þarna var er bara ein af mörgum staðfestingum á því mikla starfi sem þau hafa drifið áfram innan íþróttarinnar.
Bestu þakkir!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)