Færsluflokkur: Íþróttir

Spinnnnnning í kveld

Bara minna menn og mýs á það að það er spinnnnning tími með Kela formanni í Mætti í kveld Kl 20:00.

Það kemur sem sagt í ljós í kveld hverjir eru menn eða mýs.....mættum öll.


Spinning?????

Keli var með fyrsta spinning tíman sinn í gærkveldi í Hreyfingu Faxafeni. Tíminn var mjög góður og fínn stemming hjá þeim sem mættu,og nokkuð ljóst að Keli kann að láta ungmenni og gamalmenni svitna svo um munar.

Það verður samt að segjast að mætingin hefði mátt vera betri. Það voru 7 manns sem mættu,og þar af voru aðeins 4 keppendur af 25 manna keppnisliði Kawasaki sem sáu sér fært að mætta.

Hvar voru hinir????

Við skorum á alla keppnismenn...og velunnara til að koma í næsta tíma sem er á Þriðjudag Kl 8 á sama stað.....það verða einungis löglegar afboðanir teknar gildar.....hehe...;=)


Klaustur 2008?????

Mér var bent á þetta skemmtilega þyrlumyndband af Klaustri 2007 sem sýnir hlutina aðeins í öðru,en skemmtilegu sjónarhorni.

http://youtube.com/watch?v=qHsPvxlHZJE

Hvað finnst fólki um Klaustur 2008....er það eitthvað sem flestir væru til í...eða er komin tími til að hvíla þetta og breytta til???

Endilega að setja in athugasemdir.


Hreyfa sig!!!!

Jæja, nú er komið að því!  Nú á að draga okkur öll upp af rassinum og tryggja að við höfum góða matarlyst um jólin og náum svo jólamatnum af okkur jafnóðum.

Keli er búinn að fá leigðann hjólasalinn í Hreyfingu og ætlar að taka okkur í spinning-tíma að sínum hætti.  Tímar verða klukkan 20 á þriðjudögum og fimmtudögum, fyrsti tími núna á fimmtudaginn 13. desember og síðasti tíminn í lok janúar.  Mér sýnist þetta vera samtals 12 eða 13 tímar. 

Fyrir þetta þarf að greiða 5.500 krónur á manninn.

Keppendur eiga auðvitað endilega að vera með, en fylgifiskar eru sömuleiðis velkomnir - pabbar, mömmur og aðrir eldheitir stuðningsmenn.  Mér detta strax í hug nokkrir í þeim hópi, aðrir en ég, sem alls ekki eiga að láta þetta fram hjá sér fara!!

Áhugasamir sendi póst á keli@intrum.is, með cc á olafur@argus.is.


Leirtjörn 08 December....engin sjóböð þar...;=)

Man einhver eftir þessu http://www.flickr.com/photos/stebbi110/sets/72157603378482607/

Ég veit að sumir muna eftir því(Keli)...með fuglahreiður á hausnum eftir herlegheitin.

Hvað um það,við fórum á Leirtjörn í dag og má með sanni segja að þetta hafi verið góður dagur.

Frábært veður og góður ís. Heiðar var reyndar eitthvað óánægður með dekkið sem hann var á þannig að hann var megnið af deginum a hjólinu hans Stebba#110 sem var á Karbítum...og virkaði svakalega....mun betur en t.d. Trellin og BF Goodrich.

Það voru  þarna um 10-15 manns og nokkuð ljóst að það á eftir að gera meira af þessu i vetur.

Það er hægt að sjá myndir frá deginum hérna http://www.flickr.com/photos/stebbi110/sets/72157603404604986/ þær eru í boði Stebba #110.


Sjóböð í Þykkvabænum - laugardagur 8.des

Það er helst að frétta af hjólaferðum dagsins að Haukur, Grétar Sölva og Jói 919 lögðu leið sína í morgun austur í Þykkvabæ, en samkvæmt veðurspánni átti að hlýna þar upp fyrir frostmark.

Veðurspáin er örugglega rétt eins og alltaf en í dag er klárlega rangur dagur því það var um 8 stiga frost þegar komið var austur á fjöru, en íslensk sól skein í heiði eins og á sumardegi þannig að menn hafa örugglega ruglast á snjónum í fjörunni og hvítum sandi á Spánarströndum....

Allavega tók Grétar sig til og skellti sér í sjóbað í tilefni sólar og hvítrar fjöru Cool - samkvæmt heimildarmanni lagðist hann jafnvel til sunds en hjálmur og stígvél munu ekki hafa reynst hentug til sundæfinga.  Sömuleiðis mun Grétar hafa stirðnað eitthvað þegar hann stóð upp og frostið beit í sjóblaut fötin.  Heimildamaður lýsti grýlukertum af putunum á Grétari en ég sel það svo sem ekki dýrara en ég keypti það.

Allir komust heilir, þurir og sæmilega hlýir í bæinn aftur, og það er alltaf gaman að geta sett góðar sögur á netið.  Spurning hvort við fáum ekki nánari ferðasögu í kommentum hér að neða.


Team-Kawasaki heimasíðan

Þá er þessi síða komin í loftið og um að gera að nota hana okkur til aukinnar samkenndar og um að gera að vera dugleg að senda inn ábendingar,myndir eða nota coment kerfið.

Það er ekki mjög hjólalegt þessa helgina,kalt og snjór ,en það er nú samt hætt við því að einhverjir kíki á ísinn um helgina,eða í góðan vetrar enduro túr...sem er alltaf að verða vinsælla hjá Hardcore hjólurum.

Látið heyra í ykkur hvað plannið er.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband