Færsluflokkur: Íþróttir

Team Kawasaki - Liðsfundur næsta mánudag klukkan 20

 

Haldin verður fundur Kawasaki-keppnisliðsins næstkomandi mánudag klukkan 20, í húsnæði Nítró. Allir sem ætla sér að keppa á Kawasaki næsta sumar eru hvattir til að mæta og kynna sér málið.

Farið verður yfir:

  • Skipulag liðsins og val í endanlegt keppnislið - valið verður eftir ástundun og árangri
  • Æfingaáætlun vetrarins, sameiginlegar æfingar og ykkar eigin æfingar
  • Markmið
  • Þrekæfingar
  • Hjólaæfingar
  • Regluleg þolpróf
  • Styrktarmál

Vonumst til að sjá sem flesta; foreldrar og aðrir aðstandendur eru hvattir til að mæta, sérstaklega með yngstu keppendunum.


KX250F í vetrarbúning

Langaði bara sýna ykkur að grænir eru mættir til leiks í vetarenduróið!!! 250 tuggan mín er víst að virka svona ofsa vel með nýja fína ljósinu. Góður félagi minn fór á því í gær í vetarhardenduroið og var víst einn á grænu meðan allir hinir voru stereotýpur á orange hehe:)

Fyrir okkur sem eiga crosshjól þá er þetta alveg hægt en kostar samt solltinn pening.....Ég keypti nýja kveikjuspólu frá ameríku hreppi frá electrosport.com, afriðil og rafgeymi hjá AMG Aukaraf og ljósið keypti ég hjá TrailTech í ameríkuhreppi, var svo heppinn að félagi minn gat tekið þetta með heim. Þetta er klárlega málið þó að það kosti smá. Þetta gefur manni alveg nýja vídd á sportið.

Svo er Einar #4 að prófa að vefja kveikjuspóluna í 450 hjólinu mínu og verður gaman að fylgjast með því! Ég verð samt að segja að svona ljós er ekkert möst!! Ég er einnig með stærri týpuna af hjálmaljósi og þegar maður er í hægu endurói og brölti þá er það alveg nóg. Kastarinn er meira fyrir hraðari akstur. Þannig að núnar er bara að leggjast á bæn, senda jólaveinunum bréf eða hringja í alla ættingjana og láta þá leggja saman í eina góða ljósahjólajólagjöf....hehe

 IMG_0501


Fín æfing í Klifurhúsinu

Við fórum í Klifurhúsið í gærkvöldi - mánudaginn 1.des - og tókum aðeins á því.  Fremur fáir keppendur mættu, reyndar bara einn, en Gulli #111 kíkti með okkur.  Ég henti nokkrum myndum inní albúmið, fólki til skemmtunar.  En það kom sem sagt í ljós að Keli getur þetta ennþá, ekki nokkur spurning.  Vil viljum hins vegar skora á aðra kalla á okkar aldri að kíkja með okkur og taka aðeins á þessu.  Hér með er skorað á Kalla Katoom að mæta í Klifurhúsið næsta mánudag klukkan 18.

En kíkið á myndirnar, þetta var bara stuð.

Apabúrið......

Keli getur þetta - klárlega!!

DSC07207


Signý Stefánsdóttir í USA - frábær árangur!!

Vorum að fá fréttir af árangri Signýjar, sem er í æfingum og keppni í USA.  Hún keppti um helgina í MX Winter National  Olympics og varð í 12. sæti yfir heildina.  Smellið á linkinn og skoðið tímatölfuna; takið eftir nöfnunum sem hún er að keppa við, þetta eru alvöru kellingar!!

 http://www.tracksideresults.com/dunlopminio/class.asp?e=68&c=489

Signý fær bestu hamingjuóskir frá okkur öllum!!

 


váááááááá!!!

hvenær eiga þessar team kawa þrekæfingar að fara  byrja.Við verðum að fara drífa í þessu..Þetta gengur ekki.öll hin liðin eru kominn með forskot á okkur allavegana honda.KOMA SVO LIFNUM AÐEINS VIÐ!!

 

kv.#807


klifurhúsið!!!!!!!!!!!!!!

Hvað seigiði um að hittast i klifurhusinu á mánudaginn kl 6 endilega kommentiði og seigið ykkar skoðun á þessu

Félagskvöld VÍK – ljósa og næturenduroþema í Bolaöldu á fimmtudaginn

Við blásum á allt myrkur, kulda og almennt harðlífi og bjóðum öllu hjólafólki á almennt félagskvöld næsta fimmtudagskvöld 27. nóv. kl. 20 í Bolaöldu. Í myrkri og frosti þurfum við að hjólin út miðað við aðstæður. Nýjasta æðið er næturenduro og það er ekkert stórmál að taka þátt. Á fimmtudaginn ætla Einar Sigurðarson "Púki" að fara í gegnum það helsta sem menn þurfa að gera til að geta notað hjólin í allan vetur. Hann fer yfir helsta ljósabúnað, dekkjapælingar s.s. naglar vs. karbítar vs. gúmmídekk, ljósaspólur, akstur í snjó og fleira. Honum til halds og trausts verður  Ásgeir í Aukaraf með kynningu á ljósabúnaði og hvernig er best hægt að lýsa okkur veginn. Þeir sem eru í stuði gætu svo jafnvel hjólað brautina eða slóðana á eftir ef færi gefst.

 

Við bjóðum upp á kakó og piparkökur

 

Stefnan er svo að halda annað félagskvöld á fimmtudaginn eftir tvær vikur sem verður kynnt þegar nær dregur.

Kveðja stjórn VÍK


Fjallahjólanæturenduro frá Árbæjarlaug í kvöld kl. 20

Nú þarf að standa við stóru orðin og mæta á fjallahjólinu við Árbæjarlaugina kl. 20 í kvöld. Gott ljós er eiginlega nauðsynlegt en væntanlega verður mesti klakinn/snjórinn farinn af stígunum.

Hverjir ætla að koma? Endilega kommenta og láta vita af ykkur svo við vitum hverjir ætla að mæta í kvöld! :)

Kv. Keli


Hjóla um helgina!

Það er nú meiri andsk.... ládeyðan yfir öllu. Rífum okkur upp úr þessu bulli og hjólum um helgina, það er ágæt spá fyrir laugardag og frábær fyrir sunnudag. Legg til að við hittumst í Þorlákshöfn kl. 12 á laugardag (og jafnvel líka sunnudag) og tökum góða æfingu fyrir kreppukeppnina þ. 29. nóvember. Ekkert rugl núna og ég vil fá komment og sjá fólk á laugardaginn!!!

 Næturenduroið hefur verið snilld undanfarið. Magnað hvað smá ljós getur gert. Mosfellsdalur og Svínaskarðið var geðveikt á þriðjudaginn. Lækirnir voru orðnir eins  Krossá, nokkrum sinnum og hjólum var drekkt, einhver skilin eftir og tvo snilla þurfti að sækja á 38" Landcruiser. Færið var snilld og túrinn geðveikur. Mæli með þessu.

Kv. Keli

Ps. ég geri ráð fyrir að við förum að kynna á næstunni e-h sameiginlegar æfingar fyrir liðið og viðhengi sem vilja taka þátt.


Þorlákshöfn á laugardaginn

jæja fólk stefnum að því að fara í þorlákshöfn á laugardaginn ég hvet alla á grænum hjólum að mæta ekki ver mætt seinna en 12Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband