Undirbúningstímabilið hefst!!

Jæja unga fólk, nú verður tekið á því!!  Allir eiga að komast í form fyrir vorið.

MXS.IS undir stjórn Össa ætlar að bjóða uppá hörku-æfingar eins og gert var í fyrra.  Æfingarnar verða opnar öllum sem hafa áhuga og getu en Nítró/N1 mun niðurgreiða æfingarnar fyrir Kawasaki-keppendur.

Fullt verð er 5.900 á mánuði, en Kawasaki-liðið greiðir 2.900,- 

Æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum, en tímasetning er ekki ákveðin og er tekið við tillögum í því efni.  Til greina kemur að æfingar verði klukkan 17, 18 eða 19 - spurning hvaða tími fær flest atkvæði.  Allir að segja skoðun sína, verður ákveðið á morgun þriðjudag!!

Eingöngu þeir sem ætla að vera með sendi póst á kawasaki@btnet.is; taka fram ef þið keppið fyrir Kawasaki og Össi staðfestir það við Ragga.

Hjólahjóla!!
Óli G.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst svaka vel á þessa daga og 17 18 eða 19 er allt fínn tími.

Pétur #35 (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 22:37

2 identicon

líst vel á þetta. En eru þetta úti æfingar eða inni eða bara blandað .. ?

Karen #132 (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 22:37

3 identicon

Kl.6 en það þarf þá að breyta vöktunum mínum Pétur

Jói #919 (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 22:49

4 identicon

kl 17 er á fótbolta æfingum kl 19:45 á þessum dögum

Hinni 807 (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:04

5 identicon

Ég er í skólanum til 5 á mánudögum

Jói #919 (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:25

6 identicon

18 eða 19, ekki fyrr

Ásgeir #277 (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 22:09

7 identicon

Þetta er blandað Karen, byrjað úti og svo er farið inn. Æfingarnar verða styttri en í fyrra, þar sem að lengstu æfingarnar voru að fara vel yfir þrjá tíma og við vorum að detta inná American Style 3 mínútur í lokun.  Tíminn verður því styttur úti, en tekið jafn lengi inni. Geriði ráð fyrir 2 tímum, þá eru inní því teygjur og meðlæti.

aron66.is (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 22:47

8 identicon

já okey :)

Karen #132 (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 13:03

9 identicon

hvar verður þetta? 18 eða 19 ekki seinna

anton#925 (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband