Styrkir frá N1 og Nítró í sumar!!

N1 hefur ákveðið að halda áfram öflugum stuðningi við keppnislið Nítró/Kawasaki fyrir sumarið 2010, eins og verið hefur undanfarin ár. 
Við getum þess vegna gert ýmislegt til að létta okkar keppnisfólki róðurinn, en við verðum með bæði eftirfarandi bónusprógram, afslætti til keppenda og sértilboð á dekkju, göllum og límmiðakittum.

Bónusprógram:  N1 úttektarkort fyrir árangur í Íslandsmótum í MX og Enduro

Deilum út úttektarkortum frá N1 eftir kerfinu sem hér fylgir:

Ovarall í mx og Enduro eru gefin kort að eftirfarandi upphæð fyrir sæti.

1.       10 þús.

2.       8 þús.

3.       5 þús.

4.       3 þús.

5.       3 þús.

Einstakir flokkar í mx og Enduro fá (lágmark 5 keppendur eða fleiri.)  Athuga að ekki fæst fyrir bæði Overall og flokka:

  1. 8 þús.
  2. 5 þús.
  3. 3 þús.  
  • Keppendur verða að keyra Kawasaki og vera í galla frá Nitró, auk þess að hafa N1 og Nitro merkingar á hjóli og galla! Auk þess verða viðkomandi að skrá sig í keppniskerfi MSÍ sem akandi á Kawasaki og með N1 og Nitró sem styrktaraðila.
  • Þeir keppendur sem fá fasta upphæð í samningum sínum fá ekki þessa styrki.
  • Það sem verður afgangs af styrknum frá N1eftir árið verður skipt eftir svipuðu kerfi á milli þeirra sem best stóðu sig á árinu og komast á pall í Íslandsmótinu í sínum flokki.

Nokkra aðra hluti viljum við líka gera sem vonandi koma öllum til góða:

Mitas dekkin: Viljum líka benda á að við höfum hafið sölu á nýrri línu af Tékknesku Mitas dekkjunum sem eru mjög hagkvæmur kostur sem keppnisdekk. Endilega kíkið við og skoðið þessi frábæru dekk.

Afsláttur af keppnisgöllum: Þeir keppendur sem hafa áhuga á kaupa cross galla geta fengið 35% afslátt af One, Oneal, Acerbis og Nofear buxum og treyjum út júní eins bjoðum við upp á merkingu með nafni og númeri gegn auglýsingum á brjósti.

Límmiðakit, límmiðakittin sem beðið hefur verið eftir eru væntanleg á hádegi 3 júní (vonum að loforð DHL standist) þeir sem keypt hafa ný  MX hjól af okkur í vetur fá kit fyrir vatnskassahlífar ókeypis, aðrir í keppnisliðinu fá kit á kostnaðarverði.

Sjáumst hress á Ólafsfirði um helgina
Raggi
Óli G.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

HæHæ.

Mig langar ofsalega að forvitnast hvort einhver viti hver það var sem skráði í Team kawasaki lið ? fyrir þetta season ??  

Kv. Karen 

Karen a #132 (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband