8.12.2007 | 15:15
Sjóböð í Þykkvabænum - laugardagur 8.des
Það er helst að frétta af hjólaferðum dagsins að Haukur, Grétar Sölva og Jói 919 lögðu leið sína í morgun austur í Þykkvabæ, en samkvæmt veðurspánni átti að hlýna þar upp fyrir frostmark.
Veðurspáin er örugglega rétt eins og alltaf en í dag er klárlega rangur dagur því það var um 8 stiga frost þegar komið var austur á fjöru, en íslensk sól skein í heiði eins og á sumardegi þannig að menn hafa örugglega ruglast á snjónum í fjörunni og hvítum sandi á Spánarströndum....
Allavega tók Grétar sig til og skellti sér í sjóbað í tilefni sólar og hvítrar fjöru - samkvæmt heimildarmanni lagðist hann jafnvel til sunds en hjálmur og stígvél munu ekki hafa reynst hentug til sundæfinga. Sömuleiðis mun Grétar hafa stirðnað eitthvað þegar hann stóð upp og frostið beit í sjóblaut fötin. Heimildamaður lýsti grýlukertum af putunum á Grétari en ég sel það svo sem ekki dýrara en ég keypti það.
Allir komust heilir, þurir og sæmilega hlýir í bæinn aftur, og það er alltaf gaman að geta sett góðar sögur á netið. Spurning hvort við fáum ekki nánari ferðasögu í kommentum hér að neða.
Athugasemdir
Minni mjög góðfúslega á að akstur mótorhjóla í Þykkvabæjarfjöru er bannaður. Nokkrar skemmdir hafa verið unnar á gróðri. Í vor mun verða tekið fast á þessum málum.
Einn landeiganda.
Einn landeiganda (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.