Hreyfa sig!!!!

Jæja, nú er komið að því!  Nú á að draga okkur öll upp af rassinum og tryggja að við höfum góða matarlyst um jólin og náum svo jólamatnum af okkur jafnóðum.

Keli er búinn að fá leigðann hjólasalinn í Hreyfingu og ætlar að taka okkur í spinning-tíma að sínum hætti.  Tímar verða klukkan 20 á þriðjudögum og fimmtudögum, fyrsti tími núna á fimmtudaginn 13. desember og síðasti tíminn í lok janúar.  Mér sýnist þetta vera samtals 12 eða 13 tímar. 

Fyrir þetta þarf að greiða 5.500 krónur á manninn.

Keppendur eiga auðvitað endilega að vera með, en fylgifiskar eru sömuleiðis velkomnir - pabbar, mömmur og aðrir eldheitir stuðningsmenn.  Mér detta strax í hug nokkrir í þeim hópi, aðrir en ég, sem alls ekki eiga að láta þetta fram hjá sér fara!!

Áhugasamir sendi póst á keli@intrum.is, með cc á olafur@argus.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er málið, allir að mæta.

Ég kem að sjálfsögðu.

Spurning: Getum við sett inn frétti ? Ef svo er hvernig er það gert.

Sama með myndir getum við sett inn myndir.

Þegar ég segi við þá er ég að tala um okkur liðsmenn, ekki ykkur tölvukallana.

Kv

Haukur

Haukur (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 15:55

2 identicon

Haukur minn, þú getur allt.....þú þarft bara að læra það!  Ég skal renna við hjá þér á eftir og kenna þér, segja þér lykilorðin og þannig lagað.

Óli G. (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband