Team Green til Vestmannaeyja.

Góðan dag kæru liðsmenn og gleiðilegt árið. Ég er að skipuleggja ferð til Vestmannaeyja helgina 18-20 Janúar. Farið verður með Herjólfi klukkan 20:00 föstudaginn 18.Jan og lagt af stað til baka heim klukkan 16:00 á sunnudeginum. Verið er að athuga með gistingu fyrir hópinn en líklegast munum við taka á leigu sumarbústað yfir helgina. Bústaðirnir eru 3 talsins, og tekur hver bústaður um 8-10 manns. Miðað við það ætti gistingin að vera um 3000 krónur á mann báðir dagarnir. Nú ef það gengur ekki eftir er nóg af gistingu að fá svo ég hef ekki áhyggjur af því. Þeir sem hafa áhuga á að koma með sendi mér póst á aron@aron66.is með fullu nafni og símanúmeri. Ekki senda mér póst nema þið séuð 100% að þið komist með, sökum vinnu, skóla eða erfiðra forledra :) Fyrir þá sem ekki eru komnir með bílpróf og vantar far að þá er minnsta mál að bjarga því. Ég talaði við strákana í eyjum í kvöld og þeir segja að brautin sé í fínu standi núna, en svo ætla þeir að slétta brautina fyrir okkur áður en við komum!

Hundskast uppúr sófanum eftir jólin og tökum fram hjólin!

Með von um að fá sem flesta með,

Aron #66


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst mjög vel á þetta!! Ég er klárlega með ef ég get fengið frí í vinnunni. Hvernig er annars ástandið í brautinn þarna??

Árni G (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:40

2 identicon

Brautin er í fínu lagi núna, og þeir ætla að slétta hana fyrir okkur þannig hún verði rennislétt á laugardeginum :)

Aron #66 (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:43

3 identicon

Mig langar með sko ef einhver getur tekið hjólið fyrir mig frá Reykjavík í herjólf og til baka. Ég kem frá Bretlandi eftir hádegi á föstudaginn 18 jan og langar klárlega að fara til Vestmannaeyja

Signý (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:42

4 identicon

Það er ekkert mál að taka hjólið og allt draslið fyrir þig Signý. Láttu mig vita ef þú ert 100% að þú komir, þá skrái ég þig á listann.

Aron #66 (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:50

5 identicon

jájá ég er 100 % sko

signý (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:02

6 identicon

Þá vantar mér bara símanúmer sem ég get náð í þig e

Aron #66 (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:06

7 identicon

Já það er 6633913 =) en kosta báðar næturnar 3000??

Siginý (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:22

8 identicon

Jább báðar næturnar..

Aron #66 (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:24

9 identicon

okey ;)

Signý (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:26

10 identicon

Ég er 100% með. Lolla ætlar líka að koma og smella af einhverjum myndum og taka kanski vídeó líka

Össi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:58

11 identicon

Hæ þetta kemur málinu ekki mikið við en bara að minna á Ískrossið 12 Jan á Mývatni. Stórglæsileg verðlaun í boði og pabbi og mamma ætla að bjóða öllum úr team kawasaki í kvöldmat á laugardagskvöldið eftir keppni. Skráning á www.msisport.is fyrir miðvikudagskvöld.

Vonandi koma sem flestir ;) (Þetta er öööörstutt bílferð)

Signý (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband