2.1.2008 | 21:32
Æfingaferð erlendis eða þjálfarinn hingað?
Uppi eru hugmyndir um að fara í æfingaferð til Englands um páskana EÐA fá Garry frá N-Gage Motorsports hingað til Íslands til að þjálfa Kawasaki-liðið fyrir fyrstu keppni í vor.
Það væri gott að fá viðbrögð fólks við því hvor kosturinn er meira spennandi - sendið póst á olafur@argus.is og segið ykkar skoðun.
Óli G.
Athugasemdir
Það er náttúrulega alltaf gaman að fara út.. En þá þarf að senda hjólin tvem vikum fyrr út (eða er það ekki svo langur tími?) Og svo tekur tíma að fá þau aftur heim. Þannig að maður myndi þá missa úr nokkrar vikur í hjóleríi hérna heima ef maður á ekki tvö hjól. Verður ekki hægt að hjóla á fullu hérna í Mars þegar páskarnir eru?
Væri gaman að fara á Höfðabrekku t.d. um páskana, þar er helvíti skemmtileg braut og gistiheimilið er mjög flott, með veitingastað og heitum pottum. Þá gæti Gary þjálfað okkur þar, svo er líka kominn ný braut á Kirkjubæjarklaustri. Væri hægt að stoppa á Hellu í breutinni þar. Eða bara fara út til Bretlands. Pæling.
Aron Ómarsson, 2.1.2008 kl. 21:50
Það er auðvitað gaman að fara út en það eru færri sem komast kannski með þá í þjálfun. Mér myndi finnast skemmtilegra að fá Garry hingað þar sem við getum verið fleiri og þá líka náum við betri árangri í okkar brautum.:) Svo eins og Aron er að tala um að fara svona út á land..það komast örugglega fleiri í það líka frekar en Bretland og verður meiri stemming:P
Aníta (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:14
það væri geðveikt að fara til bretlands en ég mundi frekar villja fá hann hingað og að við færum eitthvað út á land að æfa.
Steinn (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:01
Ég tek undir með Aroni, auðvitað væri gaman að fara út en það er fj... mikil fyrirhöfn, tími og kostnaður í að koma gírnum og sjálfum sér. Ég vildi gjarnan sjá Garry hér frekar en úti um páskana. Kli
Hrafnkell Sigtryggsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:14
Ekki spurning um að fá kallinn hingað til okkar.
Við æfum þá í okkar brautum og það er án efa mun ódýrara fyrir alla.
Haukur (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 13:33
Kallinn á klakann!!
Árni G (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 17:48
Það er ódýrara fyrir alla að fá Gary hingað og fleiri geta notfært sér það. Engin spurning, fáum kallinn á klakann.
Svona ferð út er ca. 200 kall á haus með öllu. 5 daga þjálfun heima ætti að vera svona 60-65 þús. þannig að þetta er auðvelt reikningsdæmi fyrir mig alla vega
Össi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:51
Notaðiru reiknivél til þess að leysa þetta dæmi.. Því ég veit að þú ert ekki svona vel gefin að getað reiknað þetta í huganum
Aron #66 (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 21:18
Hæ þetta kemur málinu ekkert við en bara að minna á Ískrossið 12 Jan á Mývatni. Stórglæsileg verðlaun í boði og pabbi og mamma ætla að bjóða öllum úr team kawasaki í kvöldmat á laugardagskvöldið eftir keppni. Skráning á www.msisport.is fyrir miðvikudagskvöld.
Vonandi koma sem flestir ;) (Þetta er öööörstutt bílferð)
Signý (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.