Fínn dagur á Hellu

Góður hópur sem mætti í brautina við Hellu.  Brautin var reyndar erfið yfirferðar, þung og grafin, en margir tóku engu að síður fína æfingu.

Þegar leið á daginn fóru menn að leika sér í gilinu við hlið brautarinnar, þar sem torfærukeppnir hafa verið haldnar á hverju ári frá því að elstu menn muna.  Mér sýnist að allir hafi gott af svona smá free-ride æfingum, við þurfum að taka þannig daga fljótlega.

Til að tryggja að við værum ekki að gera neina vitleysu hafði ég samband við Svan, formann Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og spurði hann hvort það mætti hjóla í gilinu.  Stutta útgáfan af svari hans var sú að það mætti ekki því gilið er í eigu bónda þarna rétt fyrir neðan en landið sem brautin er á er í eigu sveitarfélagsins; það sem verra er, er að eigandi gilsins er að pína þá til að loka brautinni vegna hávaða!!!

Svanur bað okkur um að hjóla ekki aftur utan brautarinnar en vera endilega dugleg að koma austur, kaupa miða í brautina og hjóla þar.  Flugbjörgunarsveitin er búin að finna annað landssvæði fyrir braut og er ásamt sveitarfélaginu að leita samþykkis Umhverfisráðuneytis fyrir lagningu brautar þar, í sátt við alla nágranna.  Þeir munu þurfa að loka núverandi braut fljótlega en hann vonaðist til að nýtt svæði yrði klárt um svipað leiti.

En laugardagurinn sýndi að við þurfum að finna okkur free-ride svæði þar sem menn og konur mega leika sér að vild.  Fjölskylda mín á þannig svæði austur á Sólheimasandi.  Þar er einnig bændagisting sem frændi minn rekur á sumrin en hann hefur selt hjólahópum gistingu og gefið mönnum leyfi til að hjóla á sandinum.  Þarna er stórt grill og Keli hefur boðist til að sjá um að grilla....

Ég legg til að við tökum eina helgi í febrúar, förum þarna austur, grillum og leikum okkur í fjörunni.  Það væri gott að fá tillögur að því hvaða helgi myndi passa fyrir sem flesta liðsmenn og fylgifiska; húsið tekur 25 manns, jafnvel uppundir 30 ef fólki kemur rosalega vel saman......

Þegar við vitum hvaða helgi við viljum fara þá fæ ég tilboð í gistinguna frá frænda mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínt mál, ég stend við að grilla. Minni annars bara á æfinguna í morgun í nýju Hreyfingu. Það er betra að mæta tímanlega til að koma sér inn í kerfið og hvar allt er á staðnum. Sjáumst annað kvöld. Kli

Keli (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 20:50

2 identicon

Klárlega mættum við á Sólheimasand.

Kv Guggi

Guggi (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 21:22

3 identicon

Er ekki bara fínt að fara fyrstu eða aðra helgina í Febrúar bara..?

 Við Össi fórum í Hreyfingu áðan í nýja húsnæðið. Það titraði allt og nötraði þegar við vörum úi tækjunum, nú verður tekið á því!

Ég vil samt bara 30 mínútna spinning á morgun, hafa það á hreinu.

Aron #66 (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 21:26

4 identicon

Hmm já þú færð 30 mínútna spinning en það er ekki víst að þú verðir búinn þá :)

Kli (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband