7.1.2008 | 21:33
Ólafsvík / Vík í Mýrdal (Höfðabrekka)
Hvernig er stemmninginn fyrir helginni? Einhverjir ætluðu að láta leið sína liggja á Ólafsvík um helgina, en þar sem spáin sýnir frost þar um helgina að þá held ég að brautin verði lítið spennandi, þar sem á mörgum stöðum verða þá klakar sökum vatnsins sem myndast alltaf. Mér datt í hug að renna austur í Vík Í Mýrdal og hita aðeins upp fyrir páskana. Þar spáir 5 stiga hita, og björtu og hægu veðri. Eru menn ekki til í það, hafa smá kawasaki dag ? Þar er hægt að æfa stökk, brekku klifur, whoops, sandbeygjur, og svo er einnig mikið um línuval í brautinni þannig að ég held að við hefðum öll gott af því. Hvað finnst mönnum um það, TJÁ SIG.
Minni líka á vestmannaeyja ferðina. 12 manns eru þegar skráðir, en við viljum miklu fleiri en það!!!!
Athugasemdir
það er örugelga bara fint að fara i vik í mýrdal og æfa þar.En hvað er sirka langt þangað?

Hinrik #207 (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:22
Það er sirka 2 tímar í akstur.. svipað og á ólafsvík.. Við erum enga stund að renna þetta, ertu ekki til í það?
Aron #66 (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 00:02
Ég er til
Hinrik #207 (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 10:25
Við erum til - hvað með að nota sandinn hjá okkur; Sólheimasandur er 20 km hérna megin við Vík og þar eru gilskorningar niðri við sjó sem er bara gaman að leika sér í.
Óli G. (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 15:06
Já.. en að fara í brautina fyrst og svo á sólheimasandinn?
Aron #66 (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 22:51
Þú ert meiri brautarottan Aron
Það er svo sem ekkert að finna á sandinum hjá mér sem ekki er að finna í brautinni við Höfðabrekku, förum bara þangað og tökum svo helgi í febrúar og nýtum gistiaðstöðuna hjá mér.
Annars mjög flott komment hjá þér á motocross.is um Klaustur, tek undir það sem þú segir.
Óli G. (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.