Fengum frábært veður á sandinum í dag. Hjóluðum kanske ekki mikið í þeim skilningi en það var tekin stökkæfing eins og þær gerast rosalegastar. Ágúst 299, Sölvi 901, Heiðar 900, Stebbi 110 og félagi þeirra á Hondu - held hann heiti Gunnar - Aron 66 og félagi hans sem líka heitir Aron er mér sagt, og Jói 919 ásamt mér sem stökk reyndar ekki þannig að ástæða væri til að taka myndir af því.
Það er ekki hægt að lýsa þessu degi öðruvísi en með því að benda ykkur á að skoða myndirnar.
Svo er stefnt á ferð þangað austur helgina 15. til 17. febrúar; fólk ræður auðvitað hvort það kemur austur á föstudag eða laugardagmorgun og vera fram á sunnudag en pláss er fyrir sirka 25 manns í gistingunni. Endilega látið vita sem fyrst hvorti þið komist; gistingin kostar 2.500 kall á mann nóttin, en svo get ég örugglega samið um sérstakt gjald fyrir aukanótt ef fólk vill vera báðar næturnar.
Óli G.
Athugasemdir
Hann heitir einni Aron strákurinn sem var með mér. Ég og Aron mætum báðir
aron #66 (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.