Sunnudagur, allt á kafi í snjó

Hvað segja menn, eru einhverjir á Leirtjörn í dag?  Við erum ekki með nagla undir hjólunum okkar þannig að við liggjum nánast í vetrardvala - ég hef ekki einu sinni nennt í ræktina í dag en bæti vonandi úr því seinni partinn.  Jói hefur hins vegar ekki sést síðan það kom snjóbrettafæri og mér hefur sýnst það sama gilda um Aron og sjálfsagt fleiri.

Spurning hvort menn pósta ekki nýjum myndum á síðuna í kvöld og sýna okkur hvað fólk var að gera um helgina, hvort sem fólk fer á bretti eða ískross eða hvað.

Óli G.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm...við Arnar gerðum það eina í stöðuni,Íscross í gær á Leirtjörnsem var ekkert sérstök...og svo rúlluðum við gamla fiskfæribandinu(150 hö Polaris Fuzion) hans Pabba út úr skúrnum í dag og nutum okkar í Bláfjöllum í blíðskaparveðri.

Ég set kannski inn eina eða tvær myndir inn sem Stebbi #110 tók af okkur.

Guggi (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 20:16

2 identicon

Ég fór nú bara á snjóbretti.. Hvað segja menn með næstu helgi? Skella okur á Eyjar þá ef veður leyfir?

aron#66 (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband