Meiri þátttöku í æfingum!!

Jæja, nú þurfum við að taka okkur á.

Til að við fáum góðann díl aftur hjá Hreyfingu þá þurfum við að fá meiri þátttöku, fleira fólk - fleiri úr liðinu þurfa að taka þátt!!  Þeir sem hafa mætt hingað til eru Guggi, Arnar Ingi, Heiðar, Kristján bróðir hans, Össi auðvitað, Aron, Árni lögga, Pétur Smára, Jói og ég, Helgi og Keli auðvitað, og Haukur hefur mætt á eina æfingu; svo hefur Sandra tekið þátt af krafti en engar aðrar stelpur látið sjá sig.  Og Sandra keyrir frá Grindavík!

Til að við getum haldið áfram þá þurfum við fleira fólk því Össi og fleiri eru dottnir út vegna Spánarferðar.  Hvar eru til dæmis MX1 gaurarnir?  Restin af 85cc liðinu og pabbar þeirra? Að ekki sé talað um stelpurnar sem eru hér í bænum?  Nú reynir á liðsheildina, við þurfum að fá næga þátttöku til að Hreyfing vilji gera okkur tilboð í að halda áfram að nota salinn.

Við þurfum 15 manns, pabbar, mömmur og fylgifiskar velkomnir.  Drífið ykkur!!

Óli G.

 

PS:  Þetta virkar þannig að þið lýsið áhuga hér á netinu að taka þátt EÐA mætið á æfingu í kvöld EÐA hringið í Kela og segist vilja vera með.  Keli semur við Hreyfingu um sértilboð fyrir hópinn og við kaupum svo kort hvert fyrir sig.  Þetta kostar ekki neitt, miðað við hvað við höfum fengið út úr þessum tveimur mánuðum sem við höfum verið að æfa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig virkar þetta eiginlega . þarf maður ekki að kaupa kort, og hvað kostar það þá ?

karen a. (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 23:47

2 identicon

Guggi og Arnar áfram...þetta er svakalega fínir tímar hjá kela...

Guggi (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 10:40

3 identicon

eg er alveg til í að koma og mæta :)

karena (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 16:43

4 identicon

Þið verðið að viða það við kela hvað hann er að gera fyrir okkur ... og ekki að rukka neitt sjálfur fyrir !!!!! og svo er bara svo stutt í sumarið byrja strax að æfa og hætta að væla hehehehe

við pétur erum hjá ED hér í U.K. hann er að prófa nýja hluti í æfingum og við fáum að vera með gaman að prófa nýja hluti lítur vel út !!!!

össi (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband