29.1.2008 | 23:02
Flott æfing í kvöld!
Fín æfing hjá Kela í kvöld - reyndar alveg biluð......
Örn og Karen bættust í hópinn í kvöld. Það sést reyndar að þau hafa alls ekki setið aðgerðalaus í vetur, annars hefðu þau ekki lifað þessa æfingu af.
Held ég ætti að biðja þau afsökunar á frammíköllum, kjaftbrúki og almennum ólátum í unglingunum á æfingunni. Ég gæti trúað að Karen hefði þessi áhrif á drengina - sjáum bara hvað gerist á næstu æfingu sem verður á sama stað á fimmtudaginn.
Svo kemur það í ljós hvort við höldum áfram í Hreyfingu eða hvort við þurfum að finna okkur annan stað, það skýrist næstu daga. Við Keli erum að vinna í þessu en til greina kemur að fara til dæmis í sund og æfa sund-dans...heitir það ekki sund-dans þar sem hópur af kellingum með sundhettur syndir í takt?
Jæja, sjáumst á fimmtudaginn - býð Kareni og Örn enn og aftur velkomin í hópinn.
Óli G.
PS: Bendi á gott comment frá Össa við síðustu færslu - lesið það. Óska þeim félögum góðrar ferðar og hlakka til að heyra frá þeim sem oftast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.