10.2.2008 | 19:29
Æfingar - hjólaferðir
Jæja félagar
Við Keli erum enn að vonast til að geta komið saman æfingum fyrir liðið; nokkrar hugmyndir eru í gangi:
- Það stefnir í að Keli haldi áfram að vera með tíma í Hreyfingu, opna fyrir þá sem eru með kort þar. Þeir úr liðinu sem eru með kort geta auðvitað nýtt sér það.
- Við ætlum að kanna með að fá leigðann íþróttasal þar sem við getum hist öðru hvoru og tekið þrekæfingar. Sömuleiðis erum við mjög spenntir fyrir því að fara og synda öðru hvoru, það er fín æfing með öðru. Það kemur í ljós næstu daga hvort og hvar við fáum sal en eftir það reynum við að setja upp æfingaprógram og birta það hér.
- Minni á fyrirhugaða hjólaferð austur á Sólheimasand um næstu helgi - gisting á Eystri-Sólheimum, verð 2.500 á mann nóttin. Við stefnum á að fara austur annað hvort á föstudagskvöldinu eða snemma á laugardaginn, eftir því hvernig viðrar og hvernig stemmningin er. Það hafa ekki nema sjö manns skráð sig, en látið mig endilega vita. Svo auðvitað getur verið að veðrið verði þannig að við nennum ekki en það kemur bara í ljós þegar líður á vikuna.
Gott í bili.
Óli G.
Athugasemdir
Hæ hæ!
Langaði bara að láta vita að ég sé mér ekki fært að koma á æfinar með ykkur vegna þess að ég er að vinna svo seint á kvöldin, en ég fer hinsvegar 3 í viku í ræktina hér í Grindavík.. kl 6 á morgnana ;-) það passar betur fyrir mig.
Bið að heilsa ykkur öllum í bili
kveðja Magga #184
Margrét Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 08:30
Eg væri alveg til í að leigja sal einhver staðar og hittast öll og gera þrekæfinar og fl.
en annars eg eg buin að vera mjög duglegur að æfa í World Class í laugum og ætla að vera lika í sporthúsinu í vetur,
Kveðja Maggi Sam #21
Maggi Sam (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:03
Ég kann vel við hreyfingu, mætti reyndar vera meira af kellingum þarna. En hvernig væri að fá leigðan sal 2x í viku eða eikkvað og spila fótbolta..?
Aron #66 (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:13
Fótbolti hljómar ágætlega.....
Guggi (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 18:43
Er fótbolti ekki bara fyrir stelpur
Heiðar (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:11
Við Keli erum að koma saman tillögum - misgáfulegum eins og við er að búast. Maggi, veist þú um sal sem hægt væri að leigja, það er ekkert að fá neinsstaðar á vegum ÍBR.
Fyrir mér er fótbolti "áhorfendaíþrótt" - auk þess býð ég ekki í hvað yrði um Aron ef hann lenti fyrir okkur Gugga á fullu gasi....ef ég man rétt er Aron 35 kg léttari en ég og tryggingin mín nær ekki yfir það að klessa á saklaust fólk í fótbolta.
Við vonumst til að klára málið á morgun.
Óli G.
Óli G. (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:05
Hvað með arbæjarþrek
Guggi (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:50
Við erum með tilboð frá þeim, Keli er að fara yfir þetta og meta, reikna með ákvörðun á morgun.
Óli G, (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 22:29
Ef ykkur langar að komast í form fyrir motocross er eina vitið að gera þol hringi með 20 æfingum þústa vel og hvíla á milli keira á miklum hraða .....keli kann þetta allt hita upp í 20 mín og svo í hringin ..... svo bara deija hehheheeh
fótbolti er rosa gaman ..... en einginn æfing fyrir okkur motocross fólk ...við erum í svona æfingum með everts hann veit þetta manna best
fynn mun á mér eftir 1 viku æfum svona 6 sinnum í viku ....
Ps. Pétur vann everts í boltakasti ... smókaði hann .... en everts van pétur í motocrossi svo staðan er eitt....eitt... heeheh
össi (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 22:37
Það er hægt að fa fótbolasal leigjað í sporthúsinu í kóp, Þar er full að stelpu fyrir þig Aron litli. svo er lika hægt að fa leigðan tennisvöll, það er þokalegt pull i þvi og gaman lika, hægt að 2 á moti 2, það er 3 völlir
en er ekki hætta á að menn fari ser að voða í fótbolta og endi með að slasa sig fyrir sumari.
Kv. Maggi Sam #21
Maggi Sam (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 11:13
ooj nei takk fotbolti sko það er bara fyrir karlmenn =)
karen a. (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.