Vetur konungur

Það ætlar að verða nokkuð seigt í Vetrargarranum þennan veturinn.Þessa helgina var varla nokkuð svæði til að hjóla á nema Þykkvabær og Sandurinn,og að sjálfsögðu voru nokkrir meðlimir Teamkawasaki á fullu þar. Aron tjáði mér að það hafi verið ´Geðveikt´ í Þykkvabæ á Laugardag sól og blíða og sandurinn góður. Kela og Helga hitti ég í Bolöldu á Laugardag þegar að ég rúllaði enduro túr þangað,en það var lítið hægt að hjóla þar nema í barnabrautinni...og svo að sjálfsögðu enduro fyrir þá sem voru dekkjaðir í það.

Í dag skrap ég í Sandinn með Arnari,og þar voru Aron #66,Árni 100kall og Steinn Hlíðar#39...og sennilega einhverjir fleiri sem ég sá ekki. Sandurinn var nokkuð frosin,en menn gerðu eins og venjulega bara gott úr því sem var til staðar.

Það lýtur ekki út fyrir neina þýðu á næstunni..þannig að sennilega verður þetta svona næstu vikurnar. Spurning um að fjölmenna í gymið í vikunni og láta Kela lemja sig áfram.

Þetta hjólerí fer að snúast um að fara finna inniaðstöðu...spurning um að leigja reiðhöll einn dag til að taka smá tækniæfingar...;=).Hver veit svo er kannski að Össi, Pétur og Co komi bara með sólina með sér frá Spáni.

Kv Guggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvar eru myndirnar frá deginum i dag?

aron66.is (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 00:26

2 identicon

Snúran á heimilinu fannst ekki í gær....kem þessu vonandi inn í dag...;=)

Guggi (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband