25.2.2008 | 15:05
Æfing í kvöld - stórfiskaleikur og fallin spýtan!
Kannski ekki alveg en þetta platar kannski einhverja til að mæta. En það er annað hvort núna eða aldrei að byrja að mæta ef menn hafa verið rólegir í æfingunum. Sumarið er bara hinum megin við hornið og veturinn er ekki beinlínis að hjálpa upp á keyrsluformið. Mæting kl. 20 í Árbæjarþrek á móti Árbæjarlauginni.
Átti annars góðan túr um Bolaöldu á laugardag. Aðstoðaði Grétar Sölva og Binna félaga hans við að draga dáið KTM 450 EXC 1-2 km í gegnum hraun og lausamjöll upp á veg. Þeir þurftu amk ekki að hreyfa sig meira þann daginn. KTM 450 fæst væntalega fyrir lítið núna, er reyndar með stimpilstöng út úr mótornum á skrýtnum stað en hjólið lítur samt vel út :)
Kv. Keli
Ps. Muna svo að Honda liðið býður færis að bjóða okkur á þrekæfingu með sér!
Athugasemdir
Er ekki hægt að flýta æfingunum til 7? hentar það ekki?
aron66 (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:06
það væri snilld... þá gæti maður kannski kíkt á æfingu
8 er of seint fyrir einstæðar mæður...
Hekla #336 (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:36
Já það er of seint fyrir mig líka... eg verð þá að fara að æfa bara einn eftir vinnu alltaf
aron66.is (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 00:06
ég er reyndar að æfa í World class í mosó... en væri gaman að kíkja á eina og eina æfingu...
Hekla #336 (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:23
Ertu í alvöru einhleip????? svona hasargella hlýtur að vera mjög vandlát:)
11 (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.