1.3.2008 | 14:56
Kawasaki KX85 með smá aukadóti
Gunni Sölva hefur undanfarnar vikur verið að raða saman nýju Kawasaki KX85, til að sjá hvort ekki er hægt að búa til KX85 sem kraftlega séð á séns í 150cc hjólin. Það er reyndar mín skoðun að það sé ökumaðurinn sem mestu skiptir, ekki hvort hjólið er 85cc tvígengis eða 150cc fjórgengis. Skoðið bara niðurstöður Evrópumóta í fyrra, voru ekki 85cc hjól oftar í fyrsta sæti en 150cc hjól?
En þetta hjól sem Gunni setti saman:
- RaceTech fjöðrun
- ProCircuit púst
- ProCircuit Holeshot
- V-Force ventill
- Boyesen PowerWing
- WRP álstýri
- ASV handföng
- ProGrip gúmmí
- Ál bensíngjafartúpa
- Svartar gjarðir
- Rautt bensínlok
- Karbon hlífar á framdempara
Til viðbótar við þetta allt saman er Gunni búinn að eiga eitthvað við blöndunginn, til að hann virki sem best með kraftpústinu og V-Force ventlinum.
Við vorum með þessa fjöðrun í gamla hjólinu hans Jóa í fyrra og pústið prófuðum við í haust, vitum að þetta virkar. Nú er spurning hvort þetta virkar saman en lítið endilega við í Nítró og kíkið á græjuna.
Óli G.
Athugasemdir
Hvenær á svo að prófa græjuna, Jói?
Sverrir Jónsson, 1.3.2008 kl. 17:19
....hann fær að prófa þetta um leið og gamla hjólið er selt.
Ólafur H. Guðgeirsson, 1.3.2008 kl. 17:22
fær jói að eiga þetta hjól??
? (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 10:18
heyrðu hvað gerir svona V-Force ventill
?? (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 10:38
Endilega hafa nafn með kommentum - miklu meira gaman að tala við fólk sem maður veit hvað heitir
V-Force ventill kemur í staðin fyrir ventilinn sem er í hjólinu, hleypir meira lofti inná vélina heldur en orginal ventillinn...
Ólafur H. Guðgeirsson, 2.3.2008 kl. 11:29
er þetta hjólið hans jóa?? eða er þetta til sölu?? er dyrt að gera svona við hjólið sitt.gg hjól í alla staði;D
Arnar Grindo (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 12:30
Þetta er hjólið hans Jóa en það er svo sem allt til sölu fyrir rétt verð. Spurðu strákana í Nítró, Haffa til dæmis, hvað þetta dót kostar allt saman.
Ólafur H. Guðgeirsson, 2.3.2008 kl. 13:13
blessaðir srákar verður jói á þessu hjóli i sumar
ps.geggjað hjól
Hinrik#207 (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 14:06
Takk, já ég verð á þessu hjóli í sumar. En kemur þú ekki á æfingu á mánudaginn?
Jói #919 (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:09
hvernig æfingu ? sona spinnig æfingu ertu að' tala um það
Hinrik#207 (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:30
Já
Jói #919 (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 18:11
veit ekki
hinrik#207 (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 18:18
Hey Hinrik - blessaður kíktu á eina æfingu og taktu pabba þinn með, væri gaman að sjá ykkur og þið hafið gaman af að hitta okkur. Þetta er smá púl en það er bara gott er það ekki?
Ólafur H. Guðgeirsson, 2.3.2008 kl. 18:46
juju etta væri öruglega fint sko en eg er á fullu i fótbolta og hreyfi mig alla daga en það væri gaman að kíkja á ykkur en hvar er atta og kl hvað
Hibrik#207 (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.