Æfing í gærkvöldi - þjálfunarmál

 

Keli hristi aðeins upp í okkur í gærkvöldi - bara samt svona mátulega mikið.

Mætingin var ágæt, gott að sjá að menn eru að mæta til að vera með hópnum jafnvel þó viðkomandi sé líka að æfa annarsstaðar.  Væri gaman að sjá sem flesta úr liðinu og sem flesta fylgifiska.

Pétur Smárason er að vinna í mjög áhugaverðum hugmyndum um þjálfun.  Við segjum frá því um leið og hann er tilbúinn með þetta en mér líst mjög vel á málið. 

Hvað þjálfun varðar er sumarið farið að líta þokkalega út, Garry N-Gage verður með okkur í apríl-maí, hann verður með opin námskeið seinna í maí (sjá auglýsingu) og svo koma hugmyndir Péturs til viðbótar.  Sömuleiðis heyrði ég af því að Dean Olsen ætli sér að koma aftur til Íslands þannig að við munum hafa úr talsverðu að velja í sumar.

Mér skilst að það sé allt að verað fullt á námskeiðið hjá Garry í maí.  Ég vil sérstaklega benda 85cc gaurunum á að nýta sér þetta tækifæri - því meiri kennslu og þjálfun sem krakkar fá á fyrstu árum í sportinu því betur mun þeim ganga í framtíðinni.

Allt er þetta hið besta mál og sportið okkar er bara allt á uppleið.

Hjólakveðjur
Óli G.

 NGAGE mai 08 augl 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hverær á að velja daga?

Jói #919 (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 12:47

2 identicon

Meinti staði ekki daga.

Jói #919 (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 12:54

3 identicon

Hann heitir Kári og býr á Íslandi...og er Veðurguðin....;=)

Guggi (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 12:58

4 identicon

eg for veikur heim af æfingu :(:(:(

Arnar Grindo (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband