5.3.2008 | 22:45
Fín æfing á miðvikudegi
Flott æfing hjá Kela í kvöld - svakaleg brennsla í spinning, svo tækjahringur með sjö tækjum og fimm ferðir upp og niður stigann eftir tækin; tókum þrjá tækjahringi og þrjá stigaspretti.... Vöðvarnir fyrir ofan hnén eru gersamlega logandi!!
Á leið út úr Árbæjarþreki ræddum við Keli hvað maður ætti að borða eftir svona kvöldæfingu og sýndist sitt hverjum. Ég skar niður epli og banana, setti það saman við hrært KEA skyr og hellti smá Coombs 100% Organic Maple Syrup (fæst í Kokku.... )yfir hræruna og át með bestu lyst - ferskt og gott. Keli sýður pasta, gufusýður brokkoli, sker niður parmaskinku og hrærir öllu saman; ég myndi krydda þetta með smá hvítlaukssalti - voða gott.
Hvorttveggja hollt og gott, og ekki of þungt í maga svona rétt fyrir svefninn. Spurning um að við förum að taka á mataræði til viðbótar við æfingarnar. Hvað segja menn og konur um það?
Hjólakveðjur
Óli G.
Athugasemdir
Flott að sjá hvað þið eruð farnir að æfa mikið, ættu fleiri lið að taka ykkur til fyrirmyndar ;), væri alveg til í að kíkja á eina eða tvær æfingar með ykkur, svo leiðinlegt að vera einn alltaf í ræktinni
:P
Heiðar#977 (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 18:25
hélt maður ætti ekki að borða mikið kolvetni eftir æfingar og á kvöldin.. meira fyrir og svo drekka frekar kolvetnisdrykk á æfingunni... prótein eftir æfingu... pasta er bara kolvetni...
Hekla #336 (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:12
Heiðar - endilega koma með okkur á ælfingar!! Þú ert hvort sem er alltaf í Áræjarþrek.
Hekla, þú ert hér með skipuð næringarráðgjafi Team Kawasaki, vinsamlega mættu á næstu æfingu, mánudaginn klukkan átta, og eftir æfinguna verður þú með fræðslu um rétt mataræði.
Óli G.
Ólafur H. Guðgeirsson, 6.3.2008 kl. 22:16
sæll óli heyrðu hvað er e-mailið hjá þer ?. btw klassa æfing á mið :D
Arnor #661 (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 13:35
Þetta er rétt Hekla enda var pastað borðað ca klst fyrir æfingu og bara lítið á eftir. Reyndar er kókómalt í Fjörmjólk mjög góður drykkur eftir æfingu skv. Bradley ofl. Prótein til að byggja upp og e-h léttara t.d. ávextir ef menn vilja létta sig. Kolvetnin eru í lagi ef menn hreinlega vantar orku eftir æfinguna en passa þá bara að hafa skammtinn lítinn ef það er stutt í svefninn.
Heiðar, þú mætir bara í Árbæjarþrek á mánudaginn kl. 20. Kv. Keli
Keli (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 15:12
jamm auðvitað fer þetta líka allt eftir því hvað menn eru að gera... byggja upp vöðvamassa, auka þol eða létta sig...
en jamm ég þarf að fara mæta á æfingu... er að vinna í að fá stelpu til að passa fyrir mig á kvöldin svo ég komist...
Hekla #336 (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.