Aukaæfing með Yamaha liðinu á þriðjudaginn kl. 19

Sæl öll, næsta æfing verður á mánudaginn eins og vanalega í Árbæjarþreki. 

Á þriðjudaginn verður hins vegar aukaæfing með Jóa Kef og Yamaha liðinu í Laugardalnum. Mæting er kl. 19 við tröppurnar á gömlu stúkunni við sundlaugina. Jói er með gott prógramm í gangi sem verður án efa gaman að prófa. Ég ætla að fá hann líka til að horfa á liðleika í baki og útlimum hjá ykkur í leiðinni. Liðleiki er lykilatriði til að koma í veg fyrir meiðsl. Það eru nokkrir frekar stirðir í hópnum og Jói getur pottþétt hjálpað til við að laga það.

Kv. Kli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott

Jói #919 (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 18:41

2 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Újé, flott mál.

Legg til sundæfingu á miðvikudaginn, synda 1.000 metra og svo í pottana til að ná okkur niður eftir þrek á mánudag og þriðjudag.  Yamaha-fólk velkomið með okkur í sund í Árbæjarlaug.

Óli G.

Ólafur H. Guðgeirsson, 7.3.2008 kl. 20:10

3 identicon

Gamann:) svona á þetta að vera, plan fyrir alla daga. Það er hárrétt þróunn í þessu öllu samann. Smá ábending varðandi sundið þá er betra að ákveða tíma 30 min 1 klst eða eh og keppa við klukkuna ekki vera að telja ferðirnar ;) ;) Ég syndi alltaf á mið og fös geggjað gott.

Kveðja #35

Pétur #35 (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 19:31

4 identicon

heyrðu þetta hljómar svaka vel, er reindar að fara að keppa i handbolta þetta kvöld enn maður reinir að mæta :D

Arnor #661 (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband