Flott æfing í gær

Team Kawasaki tók "létta" æfingu með Team Yamaha í gærkvöldi, undir stjórn JóaKef.

Ég held að menn séu sammála því að Jói viti alveg hvað hann er að gera með þessum æfingum sem sumar hverjar eru býsna frumlega, til dæmis sú að klifra yfir krossara milli þess sem maður leggur hjólið niður og reysir það upp.

Fyrir mína parta var ég alveg sprunginn eftir þetta, því Yamaha er komið skrefinu lengra en við og byrjaðir á "sprengiæfingum" meðan við erum á fullu í grunnvinnu til að byggja upp sem mest þol.  Ég var svo búinn að konan mín hélt að ég væri alvarlega veikur þegar ég kom heim..........er reyndar fínn í dag fyrir utan "örlitla" strengi í kálfunum.

Í kvöld er svo sundæfing hjá okkur, mæta í Árbæjarlaug fyrir átta, synda í tvisvar sinnum 20 mínútur og fara svo í pottinn.  Sjáumst spræk!

 

Kveðja
Óli G.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega regla númer eitt að fara svo ekki að hamast á konunni rétt eftir æfingu Óli.

Aron #66 (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Hafðu engar áhyggjur af konunni Aron minn, þetta er vandamál sem leysist af sjálfu sér þegar menn eru komnir á minn aldur...........

Ólafur H. Guðgeirsson, 12.3.2008 kl. 23:08

3 identicon

En hvar voru allir í sundinu? það mættu fjórir.

Jói #919 (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 15:55

4 identicon

ég var að hjóla :D

Heiðar (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 00:21

5 identicon

Hvar vasst þú að hjóla Heiðar?

Helgi (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:20

6 identicon

Ég var battaríslaus, í orðsins fyllstu merkingu!

Kristján Arnór Gretarsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:45

7 identicon

jæja.. þá er ég búin að fá nýja hjólið mitt     hvert verður farið að hjóla á morgun, sunnudag... verð að komast með...   endilega láta mig vita sími: 8993477

Hekla #336 (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 16:11

8 identicon

Það hafa verið unnar gríðarlegar gróðurskemmdir á fjörunum í Þykkvabæ undanfarið.

Eigendur landsins hafa ekki gefið neitt leyfi fyrir allri þessari umferð og eru orðnir langþreytttir á þessum átroðningi.

Eru menn vinsamlegast beðnir að halda sig á öðrum svæðum en Þykkvabæjarfjörum. 

Landeigandi í Þykkvabæ (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 17:28

9 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Við Kawasaki-menn höfum haldið okkur frá melgresi og öðrum gróðri í Þykkvabæjarfjörum heldur haldið okkur alveg við sandfjörunrar og brautina sem þarna er og er opin hjólamönnum. 

Hér er þess vegna skotið að óþörfu og auk þess úr launsátri.  Menn sem ekki vilja leggja nafn sitt við orð sín eru að mínu viti ekki marktækir og sýst af öllu geta þeir bannað afnot af svæðum sem okkur eru opin.  Þar til "Landeigandi í Þykkvabæ" kemur fram undir nafni getum við ekki tekið mark á svona "skyndilokunum" því aðrir staðfestir landeigendur hafa gefið leyfi sitt fyrir akstri í braut og sandfjörum.

Ólafur H. Guðgeirsson
Liðsstjóri Team Kawasaki
sími 663-2508

Ólafur H. Guðgeirsson, 16.3.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband