16.3.2008 | 22:17
Páska helgi.
Ég og Össi erum komnir með þá tillögu að Team Kawasaki fari til Eyja um páskana að hjóla. Það spáir alveg SJÚKLEGA góðu veðri og þeir ætla að slétta brautina fyrir okkur ef við komum. Við vorum að spá í að fara frá Fimmtudegi til Laugardags því þá geta menn haft Sunnudaginn og Mánudaginn í að gera eitthvað annað með fjöldskyldunni eða hvað sem er. Þarna komumst við í alvöru motocross braut með stökkpöllum, brekkum og beygjum.
Ég er allavega mest spenntur fyrir þessu, er kominn með leið á að vera endalaust í þykkvabæ eða annarsstaðar að keyra endalaust í sandi.
Hvað segja menn við þessu?
Athugasemdir
Góð hugmynd
heiðar (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 23:42
Hvernig eru snjóalög þarna...var ekki allt á kafi þarna fyrir 2-3 vikum???
Guggi (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 08:38
ég er til... er einhver púkabraut þarna?
Hekla #336 (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 13:24
er þetta mold? er þetta sandur? er þetta bæði?...
Hinrik#207 (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:22
Það er engin snjór þarna, og þetta er sandbraut.
Ég held að það sé engin púkabraut en það er stórt svæði þarna við hliðina á bílastæðunum sem er hart undir lag, setjum bara einhverja keilur og dót og gerum hring fyrir guttann.
aron66.is (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 18:56
jamm og já, kannski fer hann til pabba síns..
hvenær förum við og hvar verður gist
ein bara spennt
Hekla #336 (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:00
Förum sennilega með fyrri ferjunni á fimmtudag.. sem er klukkan 16. Og það er verið að vinna í gistingu..
aron66.is (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:05
líst vel á þetta
Hekla #336 (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:34
á laugardaginn er hægt að fara upp á skaga og hjóla á langasandi...
http://cross-ak.blogcentral.is/
Hekla #336 (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:50
Mæli með að þið látið sjá ykkur hér í eyjum, þvílíka snilldar veðrið. smá snjóskaflar hér og þar, annars er svæðið allt saman að skella saman,
dnaiel (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.