Æfing á morgun - hjólaæfingar!

Ágæta fólk!

Að boði Kela yfirþjálfara okkar fer ég fram á að fólk hafi með sér hlaupaskó og útiföt fyrir æfinguna á morgun.  Ég geri ráð fyrir að til standi að taka spretti upp brekurnar fyrir ofan sundlaugina eða eitthvað álíka kvikyndislegt.

Svo verð ég, að gefnu tilefni, að minna liðsmenn á að hjóla af varfærni um landið.  Þó svo að við höfum fengið leyfi til að hjóla á ákveðnum svæðum þá megum við aldrei hjóla á svæðum þar sem er nokkur minnsta hætta á gróðurskemmdum.  Hingað til hafa hjólamenn verið látnir óáreittir í Þykkvabæjarfjöru, en þannig leyfi er auðvitað háð því að við höldum okkur við svæði þar sem ekki hljótast skemmdir af hjólunum.

Mér hefur verið bent á að hjólamenn hafi hjólað yfir og inná milli melgresishólanna sem eru fyrir ofan fjöruna.  Þetta er algerlega bannað, eins og allir úr okkar hóp eiga að vita og virða.  Melurinn er viðkvæmur þó hann sé harðger, og hólarnir hefta sandfok frá fjörunni inn yfir tún og kartöflugarða.

Ef við viljum fá að nýta okkur þessa aðstöðu, sem eingöngu er mögulegt með velvilja bænda á svæðinu, verðum við að virða þetta.  Hjólum í brautinni og fjörunni, ekki annarsstaðar, og ekki koma nálægt melgresinu!!!

Ólafur H. Guðgeirsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband