17.3.2008 | 22:35
Páskahelgi
Við höfum ákveðið að fara til Eyja um páskana. Þegar hafa 5 liðsmenn yamaha liðsins bókað gistingu og far til eyja, og eiga þeir von á að fleiri liðsmenn fari einnig. Ég er búin að bóka far til eyja fyrir mig og Össa. Einhverjir Selfyssingar verða á svæðinu og því verður helling um að vera! Ég á frátekin 7x 2manna herbergi á Hótel Þórshamar. 2 manna herbergi kostar 12000 með morgunmat, en ég ákvað að taka það í staðinn fyrir eitthvað farfugla heimili þar sem maður þyrfti að elda sjálfur og leigja rúmföt, en það kæmi út á svipuðum kostnaði. Þeir sem vilja fá herbergi verða að hafa samband við mig og ég tek frá herbergi fyrir þá med de samme. Ég tók öll herbergi frá sem eftir voru á hótelinu, þó held ég að það sé eitt 3 manna herbergi eftir, ef menn kjósa það frekar.
Við bókuðum bílinn í ferjuna á Fimmtudaginn klukkan 19:30 og til baka á Laugardegi klukkan 16:00. Þeir sem ætla að fara verða sjálfir að sjá um að bóka í Herjólf, og mæli ég með því að þeir sem sjóveikir eru leigi sér koju, og reyni að sofa til vestmannaeyja :)
Gaman væri að sjá Mývetningana með í þessa ferð.. Hvað segiði um það íscross búðingarnir ykkar? :)
Upplýsingar um bókanir er að finna á www.herjolfur.is
Kv. Aron #66
Athugasemdir
Hæ, mig langar að koma með, en finnst heldur stutt að vera bara tvo daga í Vestmannaeyjum. Ætla allir heim á laugardaginn ???
Signý #34 (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 08:33
það verður hellingur af liði þarna sem verður áfram, við ætlum bara heim á laugardagin. Um að gera að skella sér og vera lengur bara.
aron66.is (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 10:20
heyrru þú mátt taka frá herbergi fyrir mig... á reyndar eftir að finn einhvern með mér... og er kannski hægt að fá far með ykkur vitleysingum til þorlákshafnar? nenniru bjalla í mig... 8993477
Hekla #336 (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:28
Er búin að fá lánað hjól í Reykjavík en vantar far frá Reykjavík til Vestmannaeyja fyrir mig og hjól. Hverjir eru að fara. Væri gott að vita það svo ég geti reynt að finna einhvern sem gæti tekið mig með. Hverjir ætla að vera lengur ??
Ætla allir að vera á Hótel Þórshamri eða eru einhverjir sem ætla að vera á farfuglaheimilinu ?? (er staðsett á bak við hótelið)
Signý #34 (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.