Þykkvibær

Nokkur umræða hefur undanfarið verið um umferð hjólamanna um Þykkvabæinn, bæði fjörur og vegi.

Ljóst er að hjólamenn sem ekki hafa sinnt því að halda sig frá melgresishólum ofan við fjöruna og jafnvel öðrum grónum svæðum hafa skemmt mjög fyrir okkur hinum.  Sömuleiðis hafa verið vandræði vegna ökumanna sem ekki leggja í að fara yfir vatnið á bílum heldur leggja þeim þvers og kruss kringum veginn ofan við vatnið.

Við í Umhverfisnefnd MSÍ ásamt forsvarsmönnum VÍK ætlum að setja okkur í samband við sveitarfélagið á svæðinu og bændur í Þykkvabænum til að leita leiða til að koma í veg fyrir vandamál af þessu tagi, en um leið að kanna hvort við hjólamenn getum ekki haldið aðgangi að hluta svæðisins samkvæmt einhverjum afmörkuðum forsendum og skipulagi.  Meðan þessar umræður eru að komast í farveg vil ég biðja lesendur þessarar síðu, og sérstaklega liðsmenn Team Kawasaki, um að hvíla Þykkvabæinn.

Nánari fréttir verða settar hér inn um leið og tilefni er til.

 

Ólafur H. Guðgeirsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

má hjóla í sólheimasandi

Heiðar (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 20:29

2 identicon

Nei ekki nema með leyfi!

Sólheimasandur (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 00:36

3 identicon

Hver misti hjólið á haf út á Sólheimasandi?

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/03/21/motorhjol_sogadist_a_haf_ut/

Kristján Arnór Gretarsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 21:23

4 identicon

p.s. við bræðurnir vorum bara tveir á síðustu sundæfingu! tók samt á því eins og við "gátum" 2x13min,

Kristján Arnór Gretarsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 21:25

5 identicon

Einhver húsabergur frétti ég...þetta gerðist áður en við mættum á svæðið í dag...það þótti víst mildi að maðurin fór ekki líka

Guggi (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 22:24

6 identicon

sælir. Mig langar að lýsa yfir ánægju minni á þeim áhuga hjá mönnum að virða óskir landeigenda í Þykkvabæ. Ég er þaðan og var þar í dag. Mér heirðist á mönnum þar að það sé ansi stutt í að umferð verði mjög takmörkuð um fjörurnar, svo ég vona að menn hafi vit á að kvíla staðinn í nokkrar vikur. Allavegana á meðan lausn fynnst á þessu máli. Ég veit að bændurnir vilja leifa akstur, en hann má ekki fara út í þá vitleisu sem er búin að vera undanfarið.

gústi (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband