22.3.2008 | 00:20
Föstudagurinn langi
Flottur hjóladagur í dag, rúlluðum um sandinn fram og til baka, lögðum lítinn hring og hjóluðum okkur til óbóta - frábær dagur, flottur félagsskapur og stórkostlegt veður. Nýja 85an hans Jóa er alveg að gera sig, eins og lagt var upp með.
Heyrði í Aroni Vestmannaeyjafara áðan, hann lét vel af þeim félögum, frábær braut og góður dagur og stefndi greinilega í gott djamm í eyjum.
Sá fréttir af hjólamanni sem missti húsberginn sinn í útsogið í ánni Klifandi á Péturseyjarfjöru. Ég hef oft hjólað að ósum þessarar ár, og reyndar um allt þetta svæði frá því að ég var krakki á skellinöðru. Ég hef aldrei heyrt um að það sé mögulegt að hjóla yfir þessa á, og alls ekki þarna í flæðarmálinu því áin er straumhörð, vatnsmikil, útsogið í sjónum er mjög sterkt og það er mjög aðdjúpt þarna við ströndina.
Að mínu viti væri stórhættulegt að reyna þetta og dytti mér ekki í hug að hjóla yfir hvorki þessa jökulá eða aðrar á svæðinu. Kalliði mig bara kjúkling en ég hef fylgst með þessum ám frá því að ég man eftir mér.......
Óli G.
Athugasemdir
já sææll, óli hvar voruð þið að hjóla ?, var uppi þorlákshöfn i brautini hún var drullu góð enn sá ekki eitt stk lifandi mann þar,
Arnor #661 (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:49
Sæll Arnór - staðurinn þar sem við vorum verður ekki nefndur með nafni hér á netinu, þetta er einkaland þar sem hægt er að hjóla með sérstöku leyfi landeiganda í hvert skipti.
Við viljum ekki lenda í svipuðum málum þarna og er að gerast í Þykkvabæ þannig að staðurinn verður ekki nefndur.
Við ætlum hins vegar í Þorlákshöfn á morgun, mánudag.
Óli G.
Ólafur H. Guðgeirsson, 23.3.2008 kl. 14:10
Sæll Óli og gleðilega páska- Kl hvað er stefnan að vera í Þorlákshöfn væri gamann að fjölmenna.
Pétur 35 (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 17:49
Ég og Össi fórum í þorlákshöfn í dag og brautin var bara snilld.
Hvenær ætliði að mæta,, ég nenni ekki að rífa mig upp snemma svo ég tali nú fyrir sjálfan mig :) Voru þið að hugsa um eitthvað fyrir 10?
aron 66 (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.