23.3.2008 | 18:11
Þorlákshöfn á annan í Páskum
Við feðgar erum að spá í að kíkja í brautina í Þorlákshöfn í fyrramálið - taka daginn snemma og vera farnir úr bænum uppúr klukkan níu. Það væri gaman ef Kawasaki-menn fjölmenntu og sem flestir úr liðinu mættu, fínt að hrista af sér páskaeggin á morgun ef eitthvað vit verður í veðrinu.
Aron og Össi voru að koma úr Þorlákshöfn rétt áðan og segja að brautin sé fín, þannig að við ættum að vera í fínum málum þarna á morgun.
Annars bara Gleðilegt Páskaegg!!
Óli G.
Athugasemdir
Þið feðgar skemmtið ykkur þá í morgunblíðunni ég er að vinna til 2 :) held líka að flestir eigi erfitt með að fara á fætur eftir páskaátið hehehe
Pétur #35 (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 21:16
....andsk.....við erum boðnir í afmæli milli þrjú og fjögur.
Svo er bara að éta minna
Ólafur H. Guðgeirsson, 23.3.2008 kl. 21:20
Sæll Ólafur. Ég var þarna með fólki á föstudaginná þessum sama stað. Þyrfti endilega að ná tali af þér. Ertu með tölvupóstfang?
Ragnhildur, 23.3.2008 kl. 22:42
Við Össi ætlum í Sólbrekku á morgun. Hún er í fínu standi og ekki seinna vænna en að fara að æfa í henni þar sem fyrsta motocross keppnin verður haldin í Sólbrekku.
Aron #66 (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 00:32
Sæl Ragnhildur - tölvupósturinn minn er ogudgeirsson@hotmail.com en svo er símanúmerið mitt líka undir nafninu mínu á ja.is
Ólafur H. Guðgeirsson, 24.3.2008 kl. 07:52
.......verð að segja að eftir að hafa skoðað veðurlýsingar á netinu þá er ég ekkert svo spenntur fyrir Þorlákshöfn, hiti undir frostmarki, 5-8 metra vindur og snjóhraglandi.......æji, líst eiginlega betur á að vera heima og horfa á dvd frá Semics......
Sjáum til samt.
Ólafur H. Guðgeirsson, 24.3.2008 kl. 08:20
ætlar sem sagt enginn að fara

Hinrik #207 (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 09:28
Sorry Hinrik við þurfum að mæta í fjölskylduboð eftir hádegi þannig að það var annað hvort að fara snemma eða sleppa þessu í dag...
Það kemur dagur eftir þennan samt.
Ólafur H. Guðgeirsson, 24.3.2008 kl. 11:40
já en ég og pétur og og börnin hans ætlum að mæta um 2 leitið i dag og viljum að fleiri i liðinu mindu mæta koma svo kawasaki menn uppí´þorlákshöfn kl 2
Hinnrik (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 11:52
Já, flott mál, veit að Guggi, Arnar Ingi og Arnar 661 eru að spá í að mæta. Gengur bara ekki hjá okkur í dag.
Það er samkvæmt veðurmælum Norð-Austan 7 til 10 metrar á sekúndu og tveggja stiga frost þarna fyrir austan þannig að þið ættuð að klæða ykkur vel.
Ólafur H. Guðgeirsson, 24.3.2008 kl. 12:00
hey óli nenniru að senda mer þennan link sem þú serð veðrið á
Hinrik (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 12:09
Hæ Hinrik - hér eru tvær síður sem ég nota, önnur hjá Veðurstofunni og hin hjá Vegagerðinni:
http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort
http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur
Ólafur H. Guðgeirsson, 24.3.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.