Þykkvabæjarfjara lokuð

Ágæta hjólafólk 

Í samráði við sveitarstjóra Rangárþings ytra viljum við óska eftir því við hjólafólk að ekki verði hjólað í Þykkvabæjarfjöru meðan bændur og landeigendur ræða málið og taka ákvörðun um framhaldið. 

Brautir í nágrenni Reykjavíkur eru óðum að komast í nothæft ástand og óskum við eftir að hjólafólk snúi sér frekar þangað, eða á önnur svæði þar sem skýrt leyfi landeigenda liggur fyrir.  Við náum ekki árangri í útvegun svæða fyrir hjólafólk nema sátt sé um málið og leggjum við þess vegna áherslu á að farið sé eftir þessu – ekki hjóla í Þykkvabæjarfjöru á næstunni. 

Hrafnkell Sigtryggsson VÍK
Ólafur H. Guðgeirsson Umhverfisnefnd MSÍ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband