1.4.2008 | 13:18
Ed Bradley keppir með Team Kawasaki - mun þjálfa liðið
Eins og flest okkar hafa sennilega frétt af, hafa orðið breytingar á MX-1 liðinu okkar. Maggi Sam datt út úr hópnum en í hans stað kemur Ed nokkur Bradley sem auðvitað er öllum hjólamönnum vel kunnugur því hann keppti og þjálfaði hér sumarið 2005.
Ed mun keppa fyrir Team Kawasaki og sjá um þjálfun liðsins af fullum krafti í sumar, með áherslu á undirbúning fyrir keppnir. Stefnt er á að halda æfingarnar nokkrum dögum fyrir keppni, í þeim brautum sem á að keppa á í það skiptið. Æfingarnar verða eins persónulegar og hægt er, og verður þátttakendum sett fyrir hvað þeir eiga að leggja áherslu á fram að næstu æfingu.
Tékkið á blogginu hans Eds http://mx3worldchampionship.blogspot.com/
Tímaáætlunin er sem hér segir:
· 3.Maí: Hópar A og B 10:00 til 17:00
· 4.Maí: Hópar A og B 10:00 til 17:00
· 4.Júní: Hópur A 10:00 til 15:00 Hópur B 17:00 til 22:00
· 25.Júní: Hópur A 10:00 til 15:00 Hópur B 17:00 til 22:00
· 30.Júní: Hópur A 10:00 til 15:00 Hópur B 17:00 til 22:00
· 1.Júlí: Hópur A 10:00 til 15:00 Hópur B 17:00 til 22:00
· 13.Ágúst: Hópur A 10:00 til 15:00 Hópur B 17:00 til 22:00
· 27.Ágúst: Hópur A 10:00 til 15:00 Hópur B 17:00 til 22:00
Athugið að hóparnir miðast fyrst og fremst við það hverjir komast á hvaða tíma, ekki eftir getu. Gert er ráð fyrir að þetta séu keppnisæfingar en ekki byrjendanámskeið þannig að þátttakendur þurfa að kunna að hjóla.
Kostnaður
· Almennt verð 60.000.- allt námskeiðið
· Liðsmenn Kawasaki 40.000.- allt námskeiðið.
· Stakir dagar 12.000.-Staðsetningar verður kynntar þegar nær dregur.
Skráning í síma 693-3777 eða petursma@isl.is Tekið verður á móti skráningum til 10. apríl (ath að skrá sem fyrst takmarkaður aðgangur)
Athugasemdir
1 april Gabb ?? :D
Ómar #51 (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 00:04
Sæll Ómar,
Þetta er ekki apríl gabb...þetta er búið að vera til umræðu í þónokkurn tíma og er loksins staðfest.
Guggi (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:06
Úfff - ekki flaug okkur Pétri þetta í hug þegar við vorum að skrifa þetta.
Nei þetta er EKKI aprílgabb!!!!
Ólafur H. Guðgeirsson, 2.4.2008 kl. 08:41
Hhahaha já þetta er nú ekki 1.apríl gabb en ekki beint hentug tímasetning...;D
Anita Hauksd (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 09:58
Anita, hvernig gekk þér um helgina?
Ólafur H. Guðgeirsson, 2.4.2008 kl. 11:05
Bara alveg ótrúlega vel miðað við aðstæður og andstæðinga! Brautin var mjög sleip og alveg ÓTRÚLEGA grafin í fyrra heatinu því mx-elite champion ship of spain keppti á undan okkur!!!¨! Endilega bara kíkja á www.blog.central.is/mx-anita þar eru myndir og blog og niðustöður og svona:D!!!
Anita (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:37
heyriði ef einhver er að fara hjola um helgina endilega latið mig vita i kommentonum því mig vantar far....... og jói hvað er msnið þitt??
Hinrik#207 (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 22:31
hvernig var Sólbrekka í dag... fór einhver þangað?? langar að kíkja þangað á morgun ef brautin er góð... ekki frosin eða vesen
endilega láta vita hvernig færið var í dag...
Hekla #336 (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 21:19
hey er einhver að fara að hjola i dag því pabbi minn er að vinna og eg get hvergi fengið far því eg er eki buinn að frara á hjolið mitt lengi því ég fæ hvergji far og bara mig langaði að spurja hvort einhver gæti reddað mer far því eg fretti að það var fullt af kawasaki mönnum þarna i gær og i fyrradag komon svo svara mer??
Hinrik #207 (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 10:21
Hæ Hinrik
MSN hjá Jóa er jaolafsson@hotmail.com
Við vorum í Sólbrekku í gær....það var svo kallt að ég nennti ekki að hjóla en Jói hjólaði eins og vitlaus væri. Brautin var ágæt, var farin að grafast verulega þegar leið á daginn og orðin svakalega hörð á köflum því það er enn mjög mikið frost í henni. Jói endaði með að sprengja hjá sér að aftan og við erum að fara að skipta um slönguna - ef dekkið er ekki ónýtt þá reynum við að fara á eftir, en ekki fyrr en um eitt leitið því sólin verður að ná að hita aðeins áður en hægt er að hjóla.
Ég held að Jói hafi verið búinn að lofa félaga sínum fari þannig að við erum með fulla kerru, ef ekki þá hringi ég.
Ólafur H. Guðgeirsson, 6.4.2008 kl. 10:34
oki en takk samt en ef það losnar hja ykkur þá væri það frábært að fa að koma með ykkur endilega latið mig vita ef það losnar...i sima 8418550 -siminn hja mér en það losnar ekki þá verð eg að koma mer einhverneigin bara verð
hinrik #207 (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 10:44
Ég fékk e-mail um daginn þar sem stóð að núna myndi sjást inná þessari síðu hverjir væru í liðinu og svona...hvar er það dóterí:P? Drífa í þessu ...
Anita (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 14:55
Allt í vinnslu Anita....það verður komið inn seinna i vikunni
Guggi (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.