10.4.2008 | 22:30
85cc hittingur
Hittingur fyrir 85cc strákaliðið var haldinn í kvöld heima hjá Jóa. Mættir voru auðvitað Jói 919, Andri 285 og Hinrik 207 sem reyndar tókst að brjóta á sér löppina í Sólbrekku síðasta mánudag. Við vonum að þetta reynist ekki alvarlegt og hann verði fljótur að ná sér, því þessir strákar eru öflugur og skemmtilegur hópur.
Á myndinni eru Andri, Jói og Hinrik,; Arnar Grindó komst ekki.
Tilgangur hittingsins var að velja keppnisgalla fyrir sumarið. Eftir talsverðar umræður og verulega mismunandi skoðanir komst liðið að niðurstöðu sem við höldum að muni virka vel.
Athugasemdir
heyrðu ég er ennþá að bííííða eftir þessu dóterí...annars töff galli hjá ykkur strákar....ætlum við að vera í eins galla stelpur? eða hvað?
Aníta (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 09:24
flottur galli :D, hvert á svo að fara að hjola um helgina ?
arnor #661 (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:19
flottur galli strákar ;)
Heiðar#977 (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.