Verum kurteis við hvert annað...

Undanfarið hefur borið á því að hjólamenn sem kosið hafa að hjóla á annari tegund en Kawasaki, hafa látið ýmis miður falleg orð falla um Kawasaki, lit hjólanna og fólkið sem á Kawasaki-hjól.

Af þvi tilefni langar mig að benda öllu Kawasaki-fólki, og sérstaklega liðsfólki Team Kawasaki, á það að láta vera að tala illa um aðrar hjólategundir og sérstaklega láta vera að hallmæla fólki fyrir að eiga aðra tegund af hjóli en maður sjálfur er á.  Það er til dæmis alveg bannað að stríða Sverri og Bínu fyrir að vera á Yamaha, Gugga fyrir að vera á KTM, Berglindi fyrir að vilja ekki neitt nema Hondu og mér fyrir að hafa verið á Súkku til skamms tíma - það er hægt að finna fullt af skemmtilegum hlutum til að stríða okkur með annað en hjólategundir og þetta eru allt frábær hjól og öll flott á litinn.

Látum alveg vera að hallmæla öðrum hjólategundum eða tala niður til einstaklinga fyrir það eitt að vera á einhverri ákveðinni tegund af hjóli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek heilshugar undir þetta með Óla.  Mér finnst líka fallega hugsað til hans að ég sé "súkkat" og það má alls ekki stríða mér neitt...:o)  Nei, en við eigum frekar að vera jákvæð og vera ánægð ef fólk er yfirhöfuð að hjóla.  

Sveppagreifinn (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Team Heklubyggð

Það er rétt !

Ný síða www.teamheklubyggd.blog.is 

Team Heklubyggð, 14.4.2008 kl. 09:21

3 identicon

Já, ég skil ekki alveg hvað málið er með það að drulla yfir aðrar tegundir :P, er þetta hvort sem er ekki allt saman alveg nánast nákvæmlega eins? allt sama draslið sem að er í mótornum á þessu dóti allavega.

 Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir =o

Heiðar#977 (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:28

4 identicon

jújú allt sama draslið þegar á botnin er hvolft:D!;)

Anita (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 19:43

5 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Anita fær verðlaun kvöldsins fyrir hárbeitt og ákveðið komment - mátt sækja verðlaunin þegar þú kemur heim!

Ólafur H. Guðgeirsson, 14.4.2008 kl. 21:12

6 identicon

HAHA :'D það er eins gott að þau verði þá flott;) Svona nokkuð kemur ekki úr hverjum kjafti daglega!

Aníta (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband