1.5.2008 | 09:28
N-Gage - stelpurnar í dag, 85cc í gær
Fínn dagur í gær fyrir strákana í 85cc flokki. Garry hefur greinilega mjög gaman af því að vera með yngri hjólara með sér og það var ótrúlegt að sjá hvernig hjólastíllinn breyttist hjá þessum strákum þegar leið á daginn.
Hafi menn haft einhverjar efasemdir um að svona þjálfun skili sér þá hvarf allt slíkt í gær því veruleg breyting var sjáanleg á öllum strákunum. Þó verð ég að minnast sérstaklega á tvö strákanna, þá Viggó Smára Pétursson sem gaf hinum ekkert eftir með flottann stíl á KX65, og Agnar Baldur Steinarsson sem kom alla leið frá Dalvík til að vera með okkur. Agnar hefur sáralítið hjólað í braut hingað til en það var hreint ekki að sjá í gær.
Stelpurnar eru svo með Garry á Skaganum í dag. Vonandi fá þær heldur betra veður en við fengum í gær, það var hávaða rok allan daginn með tilheyrandi mjoldarfjúki. Við áhorfendur vorum álíka vindþurrkaðir og harðfiskur eftir daginn.
Svo sjáumst við öll á morgun í Álfsnesi. Þátttakendur í námskeiðunum mæti klukkan 11 en allir aðrir Kawasaki-hjólarar eru boðnir velkomnir klukkan 14. Brautin er lokuð öðrum en okkur til klukkan 18, en þá grillum við og drekkum gos frá Ölgerðinni. Athugið að Elli P. og félagar verða með tæki í brautinni að laga hana þannig að við verðum að hjóla af varfærni kringum gröfurnar.
Sjáumst spræk á morgun!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.