15.5.2008 | 08:44
Endurokeppni um helgina
Fyrsta keppnin í Íslandsmótinu í Enduro verður haldin í Bolöldu núna á Laugardag. Síðustu daga hefur verið unnið vel og skipulega á svæðinu,og brautarlagningu lokið. Teamkawasaki hefur lagt sýna hönd á plóginn með lagningu á þessari braut sem er góð blanda af krefjandi og skemmtilegum leiðum fyrir alla flokka. A flokks og Tvímennings hringurinn er mjög svipaður og í keppninni í haust,nema hvað að Sóthólinn er töluvert einfaldari núna þar sem annarstaðar er farið upp á hann,og einnig er hann töluvert lægri núna en í fyrra þar sem að mikil efnistaka hefur farið fram í honum í vetur. B flokks hringurinn er í raun hringur sem allir geta tekið þátt í og er engin ástæða til að sitja heima og horfa á aðra keppa þessa helgina. Þetta er í raun blanda af rauða og Græna hringnum sem er sýndur á slóðakorti Bolöldu,og svo er Krossbrautin sett inn í hann líka.
Hvet alla til að láta sjá sig um helgina og keppa...hvort sem það eru A flokks menn eða 85 eða Kvenkeppendur...þetta er bara gaman og gott að taka svolítið á og setja inn í reynslubankann.
Ekki skemmir að spáin fyrir Laugardaginn er góð.
Hér er linkur sem sýnir slóðakerfi Bolöldu http://www.motocross.is/images/stories/Ymiss_skjol/vik%20leidakort.jpg
Kv Guggi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.