16.5.2008 | 09:36
Enduró á laugardag
Það væri gaman að fá að heyra hverjir úr liðinu, fylgifiskum þess og aðrir Kawasaki-hjólarar ætla að keppa í enduróinu á laugardaginn. Endilega skrifa komment og segja frá.
Mætið svo endilega á staðinn þó þið ætlið ekki að keppa, látið sjá ykkur í Nítró-tjaldinu og hvetjið liðið! Sömuleiðis er alltaf hægt að nota fleiri hendur við að aðstoða í pittinum.
Dagskrá laugardagsins er sem hér segir:
Mæting: | Skoðun hjól: | Skoðun lýkur: | ||
Baldursdeild | 09:00 | 09:20 | ||
Meistaradeild / Tvímenningur | 09:20 | 09:40 | ||
Flokkur: | Röðun á ráslínu: | Keppni hefst: | Keppni líkur: | Aksturstími: |
Baldursdeild fyrri umferð. | 09:55 | 10:10 | 10:55 | 45 mín. |
Meistaradeild fyrri umferð. | 11:05 | 11:20 | 12:55 | 90 mín. |
Tvímenningur fyrri umferð. | 11:05 | 11:21 | 12:55 | 89 mín. |
Baldursdeild seinni umferð. | 13:05 | 13:20 | 14:05 | 45 mín. |
Meistaradeild seinni umferð. | 14:15 | 14:30 | 16:00 | 90 mín. |
Tvímenningur seinni umferð. | 14:16 | 14:31 | 16:00 | 89 mín. |
Verðlaun: | 16:45 |
Sjáumst svo öll á laugardaginn!!
Athugasemdir
Ég veit allavega að ég jónas og mamma verðum að keppa
Signý (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:52
Ég mæti með familyuna
www.aron66.is (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:42
Ég og pabbi verðum í tvímenning;)
Helgi Már (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:54
Ég og Ásgeir #277 verðum saman í tvímenning, hel illir.
kv. Árni #100
Árni Gunnar (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:21
Hæ hæ
Ég Tedda og Aníta mætum ekki spurning :)
#10 Haukur
Haukur (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 18:12
ég verð með... og stubburinn í púkabrautinni
Hekla #336 (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 21:14
Ég mæti galvaskur í E3 á 490cc ofurgræjunni minni með hlífðarpönnu sem þolir jarðsprengjur og risastóran bensíntank..........................
Pétur #35 (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 22:42
Mér sýnist að Pétur ætli að keppa á skriðdreka.........
Jói verður með, hjólið klárt en hvorki með hlífðarpönnu eða stórum tanki - það myndi þyngjast um 10% við pönnuna eina. Það verður gaman að fylgjast með Pétri, held að þetta hjól eigi alveg eftir að virka við þessar aðstæður.
Sjáumst hress á morgun!!
Ólafur H. Guðgeirsson, 17.5.2008 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.