Fyrsta keppnis sumarsins afstaðin

Um helgina fór fram fyrsta keppni sumarsins,sem var Endurókeppni í Bolöldu. Metþátttaka var í Baldursdeild,en þar ræstu 86 manns. Meðal þessara 86 voru  að sjálfsögðu nokkrir Team Kawasaki ökumenn. Sigurvegari dagsins í Baldursdeild var Kawasaki Ökumaðurinn Ingvar Birki Einarsson#271,sem sýndi glæsilegan akstur á sleipum leiðum dagsins,en töluverð rigning og kuldi var á mótstað þessa helgina. Aðrir Kawasaki ökumenn stóðu sig einnig með sóma. Arnór #661 átti tildæmis góða hringi í byrjun móts,en lenti svo síðar í að detta og fá dæmd á sig víti sem dró hann niður. Steinn Hlíðar#39 og Arnar #616 voru líka að keyra vel framan af. Arnar#616 keyrði vel framan af fyrstu umferð en varð svo að hægja á þar sem öxlin fór að plaga hann og ók hann aðeins fyrri umferðina.

Karen#132,Aníta#31,Signý#34,Hekla #336 og Tedda #64 tóku að sjálfsögðu þátt í þessari keppni og koma reynslunni ríkari eftir þetta drullumall.

Jói #919 kláraði fyrri umferðina með stæl,en varð að láta í minni pokann fyrir móður náttúru sem beygði hjá honum gírpedala og eitthvað fleira í seinni umferð.

Í meistaradeild voru Teamkawasaki nokkuð fjölmennir og er óhætt að þarna sé komið saman hörkulið. Aron #66 endaði daginn þriðji og sagðist aldrei á ævinni hafa orðið eins sigraður á líkama og sál sem lýsir kannski best ástandinu á brautinni. Haukur#10 endaði í sjöunda sæti á KX290f sem hann er alveg að fíla í ræmur eins og hann segir sjálfur. Maggi#27 endaði níundi,en hann ók á 250F hjóli Arnars#616 í seinni umferð þar sem vatnskassi í 450F hjólinu hans bilaði. Pétur#35 endaði tólfti með jöfnum akstri á El Monster KX490F. Ómar Þorri#51 endaði svo fimmtándi á KX250F hjólinu sýnu.

Í tvímenning voru það naglarnir Árni#100 og Ásgeir#277 sem sigruðu að þessu sinni með glæsibrag með frábærum akstri. Garðar Atli#280 og félagi enduðu í fjórða sæti,en Keli#50 og Helgi#213 urðu hætta keppni vegna eymsla í hné á Helga#213.

Þannig að niðurstaða helgarinnar er Kawasaki í Fyrsta sæti í Baldursdeild, Þriðja sæti í Meistaradeild, og Fyrsta sæti í tvímenning. Ekki léleg byrjun á sumri það...;=)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BARA gaman á laugardaginn...        en sáu ekki örugglega allir púkann minn í fréttunum á laugardaginn hehe...    laaaaaang flottastur

Hekla #336 (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband