Eftir enduro-keppnina......

 

Við höfum aðeins verið ræða það hvernig við stóðum okkur í enduróinu á laugardaginn, ekki bara í keppninni heldur einnig sem lið, hvernig pitturinn leit út og hvernig samstarfið var í "þjónustunni."

Okkur Hauki finnst í stuttu máli að þetta hafi allt verið frábært!

Þeir sem voru að hjóla voru flottir, áberandi og stóðu sig mjög vel, eins og fram hefur komið.  Okkur finnst það ekki síður skipta máli að það var gaman að vera í tjaldinu hjá okkur, allir voru hressir og hjálpuðust að við það sem þurfti að gera.  Að öðrum ólöstuðum höldum við samt að Óli vinur Péturs Smára eigi sérlega mikið hrós skilið.  Hann hefur undanfarin ár verið að vinna með Pétri í þjónustu í keppnum en honum var rænt í að aðstoða allt liðið.  Hann stóð sig frábærlega; það er kanske ekki að marka mig en ég ætlaði að hjálpa honum að skipta um dekk hjá Helga, snéri mér í hálfhring til að finna vinnuhanskana mína....og hann var búinn að skipta!  Ég hlýt að vera lengi að snúa mér.

Allavega, hér er mynd af honum sem Sverrir sveppagreifi tók:

IMG_4878 

Þakkið honum fyrir og klappið honum á bakið næst þegar þið sjáið hann.  Segið líka takk við hvert annað, því ef laugardagurinn er einhver ávísun á hvernig þetta verður í sumar þá verður þetta alveg frábært!!  Og það gerist vegna þess að liðið - hópurinn - er frábær!!

 Óli G.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe já og þessi mynd lýsir þessum gaur alveg sérlega vel... hann er alltaf á fullu... og alltaf til í að hjálpa manni... algjör snillingur þarna á ferð... takk fyrir hjálpina... 

og bara takk fyrir mig við alla hjá kawasaki liðinu... þið eruð æði    alveg sama hvern maður spyr, það eru alltaf allir tilbúnir að hjálpa öllum... sem er bara frábært og nákvæmlega eins og liðsandinn á að vera... 

sumarið verður snilld

Hekla #336 (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:59

2 identicon

Já það ættu allir að eiga einn Óla heima hjá sér, hann er algjör snillingur

aron66.is (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 15:16

3 identicon

Óli fær hrós frá mér. Ég sá að hann var á fullu allann daginn og á hann heiður skilið fyrir það. Vonandi sér hann sér fært að mæta á fleiri keppnir í sumar.

Takk ÓLI

 Kv. Árni #100

Árni Gunnar (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 15:17

4 identicon

Vildi bara þakka kærlega fyrir mig. Óli bjargaði mér alveg!

Takk Óli

Helgi Már (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 12:57

5 identicon

Það er ekki nokkur spurning að þessi fyrsta keppni fór vel af stað.

Og það sem gerir þetta enn skemmtilegra er einmitt samstaðan sem er í hópnum
Óli eins og alltaf til í að hjálpa öllum og er snöggur að.

Eins var góð samstaða um að ganga frá og þakka ég öllum fyrir aðstoðina þar því að það verður að segjast eins og er að orka mín var búin.

Takk fyrir frábæra helgi.

 #Haukur

Haukur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:49

6 identicon

hvað seigið þið um að hóa hópnum saman á laug uppi sólbrekku ?:D

Arnór #661 (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband