Team Kawasaki í félagsmiðstöðinni Árseli

Félagsmiðstöðin Ársel við Árbæjarskóla stendur fyrir motocross-kynningu í félagsmiðstöðinni klukkan 17 í dag.  Team Kawasaki mun aðstoða við þetta verkefni, mæta með hjól á staðinn og fræða krakkana í félagsmiðstöðinni um öryggismál, reglur sem gilda um notkun vélhjóla og fleira sem máli skiptir.

Stefnt er á að fara að hjóla í Álfsnesi eftir kynninguna um klukkan 18, því margir unglingar sem sækja Ársel eru með krosshjól.  Haukur #10 og Jói #919 munu verða með létta kennslu í grunnatriðum fyrir þá krakka sem sækja kynninguna og koma svo uppí Álfsnes.

Það væri gaman að sjá sem allra flesta Kawasaki-hjólara í Álfsnesi í dag; sömuleiðis væri gaman ef þeir liðsmenn sem hafa færi á gætu komið með okkur í Ársel og sýnt hversu sterkur Kawasaki-hópurinn er.

 

Óli G.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband