3.6.2008 | 09:24
Keppni í Sólbrekku - nóg komið af slysum!!
Vona að allir séu búnir að skrá sig í keppnina í Sólbrekku næsta laugardag - þetta verður bara gaman. Þeir hópar sem hyggjast skrá sig í liðakeppnina þurfa að gera það ekki seinna en í dag - farið á MSÍ-vefinn og skráið ykkur í fjögra manna liðin innan ykkar keppnisflokks. MX1 saman, MX2 saman, MX125 saman. Búið er að skrá kvennaliðin og MX85 er í slæmu standi þannig að þar er ekkert lið.
Svo legg ég til að þið hættið að meiða ykkur - Haukur, Jói og Aron allir úti í einhvern tíma og Hinrik að ná sér eftir fótbrot; sömuleiðis er Helgi meiddur á hné en ekki hefur komið í ljós enn hversu alvarlegt það er.
Sömuleiðis hafa þær systur Margrét og Sandra ákveðið að yfirgefa Kawasaki-liðið og leita annarra lita. Það er mikil eftirsjá að þeim systrum úr hópnum og er þeim þakkað fyrir skemmtilegt samstarf - vonandi hættum við ekki að vera vinir þó liturinn breytist.
Óli G.
Athugasemdir
keppir Hinrik og jói i sólbrekku
eyþór#899 (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:10
Hæ Eyþór
Held að Hinrik sé að ná sér, er ekki búin að heyra fyrir víst hvort hann nær að keppa.
Jói liggur heima og borar ekki einu sinni í nefið, til að hlífa öxlinni og reyna að ná sér. Hann er skráður í keppnina en við tökum stöðuna á föstudaginn og ákveðum þá hvort hann keppir. Ferlega fúlt maður.....en svona er þetta sport!!
Ólafur H. Guðgeirsson, 3.6.2008 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.