5.6.2008 | 11:11
Sólbrekka, verum tilbúin - endum á grilli!!
Jæja fólk þá er fyrsta MX-keppni ársins að skella á - Sólbrekka 2008. Ég geri ráð fyrir að allir séu búnir að skrá sig, enda rann fresturinn út á mánudaginn. Sömuleiðis geri ég ráð fyrir að allir hafi farið yfir hjólin og allt sé í 100% standi ef ekki meira. Legg til að menn og konur skoði sérstaklega reglur sem gilda um merkingar hjólanna því það má vísa keppendum úr keppni ef númerin eru ekki samkvæmt reglum:
- MX1 verði með hvítann bakgrunn og svarta tölustafi
- MX2 svartur bakgrunnur og hvítir tölustafir
- MX125 unglingar verði með svartann bakgrunn og hvíta stafi
- Opinn kvennaflokkur verði með svartann bakgrunn og hvíta stafi
- 85cc strákar og stelpur verði með hvítann bakgrunn og svarta stafi.
Sömuleiðis þurfa allir að hafa meðferðis undirritaða þátttökuyfirlýsingu - hana má finna hér:
http://msisport.is/content/files/public/reglur/%C3%BEattokuyfirlysing.pdf
Til viðbótar er þess óskað að Kawaski-menn og konur leggi hönd á plóginn við að koma upp tjöldunum okkar að morgni og taka þau niður aftur í lok dags; Haukurinn er víst alveg frá þannig að við þurfum á 12 til 15 nýjum aðstoðarmönnum að halda í hans stað.......
Í lok dags ætlum við svo að hittast heima hjá Hauki og Teddu í Melahvarfi, grilla og hafa það skemmtilegt. Fólk þarf að koma með eigin mat, gos verður í boði Ölgerðarinnar en Tedda mun bjóða uppá sósu með grillmatnum og grænt salat til að tryggja að fólk fái nú einhverja hollustu.
Mætum öll með góða skapið!!
Hjólakveðjur
Óli G.
Athugasemdir
Hæ öll,
Af einhverri ástæðu hætti MSÍ við að setja bakgrunnaregluna sem búið var að samþykkja í haust (hélt ég alla vega). Þannig að ef einhver er búin-n að kaupa límmiða þá er engin ástæða til þess að fara á límingum.
Úr motocrossreglum 2008 "7.3. Bakgrunnar eru notaðir til þess að aðgreina flokkana. Fyrir keppnistímabilið 2008 eru þetta
leiðbeinandi reglur, æskilegt er að keppendur uppfæri númeraplötur ef tækifæri gefst."
Samt flottara og betra ef menn geta farið eftir þessum leiðbeinandi reglum þeirra.
bkv
Elli P
Elli (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:48
Snilldar hugmynd að grilla saman:)
Helgi Már (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.