9.6.2008 | 09:20
Ed Bradley vann MX-Sólbrekku
Fyrsta umferðin af Íslandsmótinu í Mótórcrossi 2008 fór fram í Sólbrekku við Grindarvíkurafleggjara á Laugardag. Það voru um 130 manns skráðir til leiks að þessu sinni,sem er frábær þátttaka.
Á vegum Teamkawasaki voru keppendur í flestum ef ekki öllum flokkum,og árangurinn var yfir heildina nokkuð góður.
MX85: Einni keppandinn okkar þar Jóhannes Árni Ólafsson mætti til leiks galvaskur þrátt fyrir að vera en að jafna sig í öxlinni eftir dettu sem hann varð fyrir nokkrum dögum fyrir keppni. Jói reyndi að harka af sér,en varð að játa sig sigraðan eftir að eymslin urðu of mikil og dró hann sig úr keppni. Þetta er sárt fyrir Jóa,því hann hefur verið að æfa mjög vel í allan vetur og er með miklar væntingar til sjálf sýns í sumar,en ég er klár á því að hann kemur tvíefldur til leiks í Álfsnes 28 Júni.Sigurvegari dagsins í þessum flokk var Eyþór Reynisson á Honda.
MX85 Kvenna: Okkar stelpa Guðfinna Gróa endaði í öðru sæti í þessum flokk,En sigurvegari dagsins var Bryndís Einarsdóttir á KTM.
MX Kvenna-Opin flokkur: Þar voru það Teamkawasaki stelpur í öllum topp sætunum. Karen Arnardóttir vann keppnina eftir mikla barrátu við Signýju Stefánsdóttur,og í þriðja sæti hafnaði svo Aníta Hauksdóttir. Signý var að keyra mjög vel í báðum Motoum,en varð fyrir því að detta í bæði skiptin sem sennilega kostaði hana sigurinn að þessu sinni. Það er nokkuð ljóst að það verður hart barist í þessum flokk það sem eftir lifir sumars.
MX-Unglingar: Þennan flokka vann Sölvi Sveinsson á Yamaha eftir harða barrátu við okkar mann Ásgeir Elíasson. Ásgeir varð fyrir því ólaní að detta í lok síðasta mótós,sem varð til þess að Sölvi náði honum og tryggði sér sigurinn að þessu sinni. Af hinum keppendunum var það að frétta að Ómar Þorri endaði í ellefta sæti eftir að hafa verið sýnt Svart flag í fyrsta mótoi, Arnór Hauksson sem kom inn í liðið í síðustu viku vegna meiðsla Helga endaði þrettándi eftir góðan akstur í moto eitt og tvö, en hann varð að hætta akstri í Moto þrjú vegna Dettu og grjóts sem hann fékk í augað. Arnar Ingi endaði fjórtándi þrátt fyrir að hafa tekið Holeshottin í Moto tvö og þrjú. Í öðru mótóinu lenti hann í samstuði við Bjarka#670 í annarri beygju og datt, og varða að aka sig upp eftir það. Í Moto þrjú ók hann svo út út brautinni einu sinni og endaði áttundi-níundi held ég.
MX-B Þar vorum nokkrir Kawasaki Keppendur,og þar náði einn á pall,en það er hann Gatli #280 sem endaði í 3 sæti.
MX2: Þarna áttum við nokkra öfluga keppendur.Heiðar Grétarsson endaði daginn í þriðja sæti eftir góðan akstur í Moto eitt og tvö,en í því þriðja þá datt hann eftir þriðju beygju og varð að vinna sig upp frá því. Við það datt hann illa,en náði samt sem áður að ljúka keppni og tryggja sér nauðsynleg stig til að klára í þriðja sæti. Árni endaði í sjötta sæti eftir jafnan og örugan akstur,og Össi endaði sjöunda sæti eftir fínan akstur í Moto eitt og tvö,en í því þriðja þá datt hann og skemmdi þar með möguleikana á hugsanlega fjórða sæti. Sigurvegari dagsins í MX 2 var Gunnlaugur Karlsson á KTM
MX1: Ed Bradley kom en og aftur og sýndi okkur Íslendingum að við höfum ekki en roð í hann. Eftir brösótt Moto eitt þar sem hann náði lélegu starti þá vann hann Moto tvö og þrjú nokkuð örugglega. Maggi Ásmunds endaði níunda sæti og Pétur tíunda sæti í MX1.
Það er ljóst að keppni sumarsins á eftir að vera rosalega spennandi í öllum flokkum. Ég trúi því að okkar menn komi til með að getað nartað aðeins meira í Ed Bradley þegar að líður á summarið,en kappinn er samt ótrúlega Smooth og flottur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.