9.6.2008 | 14:54
Jónsmessugleði í Bolaöldu - vertu fyrstur að skrá þig í keppnina!!!
Skráning hefst í kvöld mánudag 9. júní kl. 20 á motocross.is í Miðnæturþolaksturskeppni VÍK sem haldin verður í Bolöldu þann 21.júní n.k. Keppt verður í 6 klukkustundur og ræst klukkan 18.01 og flaggað út klukkan 00.01
SÁ FYRSTI SEM SKRÁIR SIG VERÐUR Á HJÓLI NÚMER 1 OG SÁ NÆSTI Á HJÓLI NÚMER 2 OSFRV. Einnig verður raðað á ráslínu eftir sömu röð (keppnisstjóri áskilur sér reyndar rétt á að raða í fremstu röð til að minnka slysahættu á fyrsta kaflanum)
Keppt verður í eins, tveggja og þriggja manna liðum og veitt verðalun í eftirfarandi flokkum:
1.2.3. Sæti Heildarúrslit 1, 2 eða 3 í liði
1.2.3. Sæti Járnkarlinn 1x keppandi
1.2.3. sæti Kvennalið 2 eða 3 í liði
1. Sæti 2 manna lið utan topp 3 heild
1. Sæti 3 manna lið utan topp 3 heild
1. Sæti Yfir 90 ár x2 í liði
1. Sæti Yfir 145 ár x3 í liði
1. Sæti Flottasti liðsbúningur
1. Sæti Feðgar/feðgin 2-3 í liði
1. Sæti Yngsta liðið 2-3 í liði
Notast verður við tímatökubólur sem menn fá afhentar í skoðun.
Verð pr. keppanda er 6000.
Motocross keppni verður fyrr um daginn og hún verður auglýst síðar.
Ýmis skemmtiatriði verða fyrir, á meðan og eftir keppni sem verða auglýst síðar.
9. júní. Skráning hefst klukkan 20
18. júní. Skráningu lýkur klukkan 22
21. júní.
12:00 Mæting / skoðun. 6 tímar.
16:00 Skoðun lýkur. 6 tímar.
12:00 Mæting MX keppendur. Skoðun.
13:00 Æfing 85cc flokkur. 15 mín.
13:20 Æfing kvennaflokkur. 15 mín.
13:40 Æfing fjórhjól 15 mín.
14:00 Moto 1 / 85cc 15 mín.
14:20 Moto 1 / Kvenna 15 mín.
14:40 Moto 1 / fjórhjól 15 mín.
15:00 Moto 2 / 85cc 15 mín.
15:20 Moto 2 / Kvenna 15 mín.
15:40 Moto 2 / fjórhjól 15 mín.
16:00 Keppni lokið
16:30 Verðlaun
18:01 Start Miðnæturþolaksturskeppni
00:01 Keppni lýkur
00:30 Boðið upp á grill og drykki
01:00 Verðlaunaafhending
02:00 Hátíð lýkur
Athugasemdir
Hverjir ætla að vera með í enduroinu???
Allavega langar mig
Hekla #336 (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:30
Ég ætla sko að vera með skráði mig á mínotunni 8 sat við tölvuna og refrechaði..... Og ætla svo sannarlega að standa undir nafni JÁRNKARLINN....
Pétur #35 (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 20:32
Pétur, þú færð klárlega verðlaun frá mér ef þú náðir í 1!!!
Ólafur H. Guðgeirsson, 9.6.2008 kl. 20:46
hahaha snilld...
Hekla #336 (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 20:51
Hæ Hekla
Ég væri til í að vera með, eigum við að búa til lið?
Maggý S:864-0099
Maggý #677 (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:09
Þetta er alger snilld - Árni lögga númer 2 og Pétur Smára númer 8! Þið hafið báðir setið við og rí-fressað aftur og aftur.......það er ekki hægt annað en að láta ykkur báða fá einn kaldann í verðlaun fyrir þrjóskuna!!
Ólafur H. Guðgeirsson, 10.6.2008 kl. 12:02
Eigum við ekki að slá frekar í 2 kalda á þann sem vinnur JÁRNKARLINN........heheheheh þetta verður bara gamann verst að sörvisinn þarf að vera á tvískiptum vöktum........:)
Pétur #35 (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 22:53
jæja... þá er ég búin að skrá okkur Maggý til leiks í enduroið... víííí þetta verður einhver geðveikin!! hahaha
Hekla #336 (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.