Fréttir af Enduro á Akrueyri!

Loksins berast manni fréttir af Kawasaki-fólki á Akureyri:

-  Árni lögga Gunnarsson #100 og Ásgeir Elíasson #277 unnu tvímenninginn með nokkrum yfirburðum þrátt fyrir slæmt gengi í fyrri umferð.

-  Magnús Ásmunds #27 varð í 6. sæti í meistaraflokki, Pétur járnkarl Smárason #35 varð í 10. sæti, Aron Arnarson #131 í 16.sæti og Ómar Þorri Gunnlaugsson #51 í 18. sæti.  Mig langar að hrósa Aroni sérstaklega fyrir árangurinn, en hann hefur þvílíkt tekið sig á síðan í fyrra að það er með hreinum ólíkindum.  Vel gert!

-  Kawasaki-stelpur áttu daginn í kvennaflokki; Anita Hauksdóttir #31 og Signý Stefánsdóttir #34 börðust ógurlega, Signý vann fyrra hít en Aníta það seinna og varð þess vegna í fyrsta sæti eftir daginn.  Karen Arnardóttir #132 varð svo í þriðja sæti.  Hekla Daðadóttir #336 og Magnea sem ég man ekki númer hvað er kláruðu báðar þannig að Græna Gengið átti að minnsta kosti 5 stelpur sem kláruðu!  Frábært, flottur árangur í braut sem mér skilst að hafi verið gríðarlega erfið á köflum.

Fleiri fréttir um leið og þær berast - hringið endilega og segið mér meiri fréttir!!

Óli G.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband