20.6.2008 | 10:27
Miðnætur-Enduro - TILKYNNING
Skoðun á hjólum sem taka þátt í sjálfri Jónsmessuþolaksturskeppninni fer fram í húsnæði Ingvars Helgasonar við Sævarhöfða á föstudagskvöldið á milli 19 og 21. Einungis "neyðarskoðun" verður á laugardag til að minnka álagið á starfsmenn og því viljum við sjá sem flesta á föstudagskvöldið. Boðið verður upp á kók og pulsur og létta stemningu fyrir keppnina.
Keppnisnúmer og tímatökubólur verða afhentar í skoðuninni.
Þeir sem eiga gamlar bólur frá Klaustri komi endilega með þær með sér.
Keppendur þurfa að hafa með sér staðfestingu á tryggingu og skráningu hjólsins, ökuskírteini og undirrita ábyrgðaryfirlýsingu vegna keppninnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.