23.6.2008 | 10:51
Miðnætur Enduró - frábært í alla staði!!
Rosalega var gaman á laugardaginn, frábærlega vel heppnað allt saman. Keli, Kalli og fleiri sem eiga veg og vanda að skipulagi og framkvæmd eiga skilið gríðarmikið hrós! Meira svona, gerum þetta aftur á næsta ári!!
Þó hendurnar á mér séu ónýtar og ekki hæfar á lyklaborð í dag frekar en í gær, þá ætla ég samt að skrifa aðeins meira - mig langar að telja upp nokkra sem mér finnst eiga skilið að fá sérstakar viðurkenningar:
- Flottasti framúraksturinn: Pétur Smárason; kom á fullri gjöf upp að hliðinni á mér, snarhægði á sér, galaði "Á ekki að fara að keyra!!" og prjónaði svo áfram yfir kafla sem fyrir mér var ófær.
- Kurteisasti framúraksturinn: Aron Arnarson; rúllaði framúr mér þar sem plássið var nóg, kinkaði kolli og gaf svo í aftur þegar hann var kominn nógu langt til að kasta ekki í mig grjóti.
- Klaufalegasti framúraksturinn: Gaur á KTM sem datt á mig þegar hann reyndi að böðlast fram úr mér í Gili Andskotans; svo kom þriðja hjólið í kösina og úr varð mikið fjör.....
- Flottasta hamborgaraátið: Árni lögga; ég hef aldrei séð neinn verða eins feginn að fá að borða og hann þegar Bára færði honum borgara. Bára fær sérstaka viðurkenningu sem bjargvættur kvöldsins því Árni hefði sennilega étið okkur hin ef hann hefði ekki fengið hammara.
- Bestu hamborgararnir: Katoom-borgarar eftir miðnætti, ekki spurning!! Spurning um að fá sérframleidda hamborarasósu í réttum Orange-lit fyrir næsta ár.
- Mestu harðhausarnir: Árni lögga og Pétur Smárason, klárlega. Hvernig er hægt að fara 22 og 21 hring á þessum tíma?
- Sætustu kisurnar: Karen, Magga og Sandra auðvitað.
- Flottasta sigurbrosið: Hekla, Magga og Sandra - sjáið dæmi hér: http://motocross.vefalbum.is/main.php?g2_itemId=26009 og hér http://www.nitro.is/index.php?option=com_zoom&Itemid=26&page=view&catid=71&key=270&hit=1 - svo er bara að fá spons hjá Colgate fyrir næsta ár.
- Ljósmyndari dagsins: Lolla; henni tókst með undarlegum hætti að vera þar sem mér gekk verst - í öll þrjú skiptin!! Hér er dæmi: http://www.nitro.is/index.php?option=com_zoom&Itemid=&page=ecard&task=viewcard&ecdid=1214157306456
- Besta mótsstjórninn: Kalli, Keli og félagar, breyttu því sem breyta þurfti og spurðu engann að því (ekki spyrja um þetta skot, Kalli fattar djókinn..... ). Þetta tókst með eindæmum vel og bara verður að vera fastur liður hér eftir!!
- Besta brautarlagning: Kristján Grétarsson og félagar sem ákváðu legu brautar. Snilld, ekki erfiðara en svo að búðingur eins og ég komst hana alla án teljandi vandræða, en samt nógu trikkí til að hröðu gaurarnir þurftu að hafa smá fyrir þessu.
- Besti kynnirinn: Kalli; þetta er ekki djók, það þarf talent til að geta haft mikrófón í höndunum í 12 tíma og látið allt ganga vel fyrir sig. Spurning hvort hann getur ekki gert þetta á ensku líka því það hlýtur að vera létt verk að fá útlenda hjólamenn til að mæta á þetta.
- Besti söngvarinn: Keli auðvitað fyrir sérlega innblásna útgáfu af afmælissöngnum. Hvaða lag var þetta sem þú notaðir við textann Keli, kannaðist ekki almennilega við það........
- Besta liðið: Ég og Sveppagreifinn, nema hvað!!
Skoðið myndir frá deginum og kvöldinu:
http://dori.vefalbum.is/Afm%E6liskeppni-V%CDK
http://www.motosport.is/index.php?option=com_zoom&Itemid=49&catid=32
http://www.nitro.is/index.php?option=com_zoom&Itemid=26&catid=71
http://motocross.vefalbum.is/main.php?g2_itemId=25477
http://www.mxsport.is/Myndakerfi.aspx?MainCatID=-50&id=29
Nú fer ég og kaupi mér endurohjól, hvað svo sem það verður.
Óli G.
Athugasemdir
Hei hvaða pillur eru þetta, það var ekki eins og fólk træðist við að bjóða sig fram til að leiða afmælissönginn :)) En takk fyrir þetta, við spenntum bogann hátt og ætluðum að gera þetta eftirminnilega og fj.... ef það tókst ekki bara nokkuð vel að toppa ónefnda keppni á ónefndum stað.
Hammararnir voru snilld, enda Kalli enginn byrjandi í þeirri deild. Það eina sem klikkaði var varðeldurinn sem gleymdist í allri gleðinni þar til flestir voru farnir.
Takk Össi "dúlla" fyrir chillaðan akstur - við ætluðum upphaflega að taka þessu rólega og fá okkur pulsupásur reglulega. Það fór lítið fyrir þeim :) kv. Kli
Keli (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 14:39
Rólegan við fórum nú bara 18 og 19 hringi,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, Og ég sagði KOMA SVOOOOOOOOOOOOOO................... vá þetta var svo gaman alger snild í alla staði dagsskráinn,skipulagið,brautin,veðrið,keppendurnir og allt bara eins og best er á kosið.Greiið þeir sem voru ekki með heheheh. Allar mínar Klaustursminingar hurfu strax á ráslínunni. Og Óli endurohjól hvað þú ert á fullkomnu hjóli í allt bara snúa uppá rörið og klemma................ :) :)
Kveðja Pétur #35
Pétur #35 (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:06
Það má ekki ekki gleyma gleyma öllum Racepolice gæjunum, annars höfðu þeir svo lítið af gera því brautin var svo vel merkt, en það komu margir að því, og þeir sem mættu nýttir til hins ýtrasta, menn voru meira að segja kallaðir úr fæðingarorlofi til þess að koma hjálpa daginn fyrir keppni.
Þetta að taka þessu létt, vill þó oft gleymast á örskotsstundu þegar maður er mættur á ráspól! ;)
....og sleipa beyjgjan, Racepolice kallaði það stúkuna því fólk féll eins og keilur og jafnvel þrír saman í faðmlögun ...hehe
Kristján Arnór Gretarsson (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 00:48
þessi dagur var tær snilld... algerlega fullkominn í alla staði... nei annars mig sárvantaði gömlu hjónin og litlu systur sem voru föst á spáni í hundleiðinlegu veðri, það gleymdist alveg að hafa kawasakipytt og vera öll saman að chilla milli ferða... en þetta erum Við Maggý með tannkremsbrosið, alveg hæstánægðar með að vera á lífi og miklu meira en það pottþétt að maður verður með aftur að ári... maður hefði samt alveg viljað sjá fleiri gista og taka smá öllara saman í lok skemmtilegs dags...
Hekla #336 (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:18
Já sælt veri fólkið - þetta var mjög gaman og kom að miklu leyti á óvart hvað hægt var að gera skemmtilega og um leið krefjandi braut í Jósepsdalnum. Flottar merkingar á brautinni og ekki margir möguleikar á að stytta sér leið eins og oft hefur gerst á Klaustri. Ég kom sjálfum mér skemmtilega á óvart með því að klára 17 hringi svona á mig kominn - rúmlega 0,1 tonn, kominn á fimmtugsaldurinn og genginn fjóra mánuði á leið. Ég verð pottþétt með að ári á 31 árs afmæli VÍK. Kveðja frá okkur úr Mývatnssveitinni.
Baðvörðurinn (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.