Slysafréttir - Jói 919 út fyrir tímabilið

Jæja, það er bara stuð á mönnum....

Jói fór heldur hratt á einn pallinn í Sólbrekku í gær, miðað við að það var hægari traffík á undan honum, og lenti í samstuði við hægari hjólara.  Þrátt fyrir björgunaraðgerðir þá fór Jói fast á hausinn, lendir á hægra hné svo harkalega að lærleggurinn neglist uppí mjöðmina og tvö bein í mjaðmagrindinni brotna útaf högginu.  Fremur óþægilegt og verður Jói lítt hæfur til gangs á næstunni.

Þegar læknar á slysadeild sáu tjónið á röntgenmyndum og áttuðu sig á hvernig þetta hefði átt sér stað settu þeir peyjann í allsherjar rannsókn, sneiðmynd og allt saman, því þeir sögðu "afar ólíklegt að allt annað sé óskemmt fyrst þetta er svona og gerðist með þessum hætti."  Stuð......

Þetta fór hins vegar betur en á horfðist, þannig séð.  Hnéð er heilt, þökk Asterisk hnjáspelku, lærleggurinn og liðurinn er heilt fyrir eitthvað kraftaverk, hausinn er heill, þökk sé Airoh hjálmi sem er reyndar hressilega rispaður, og bakið er heilt þökk sé nýrnabelti og Leatt-kraga.  Sömuleiðis eru allur innmatur á sínum stað og ekki götóttari en eðlilegt telst vera. 

Jói er síðan hinn hressasti - svo hress reyndar í morgun að læknirinn ákvað að senda hann strax í sjúkraþjálfun til að koma honum á hreyfingu sem allra fyrst.  Með hreyfingu er átti við að hann komist sjálfur á klósettið, ekki það að hann geti farið að hjóla aftur fyrr en eftir fjóra til sex mánuði.

Hann er á deild 22D á barnaspítalanum við Hringbraut og hundleiðist - ef þið eigið leið hjá þá má alveg kíkja á hann.  Bæði hefði hann gaman af því og svo höfum við hin gott af því að sjá að þarna eru mjög fáir af því af þeir stunda fávitalegt en bráðhollt sport, heldur af því að þeir eiga engra annara kosta völ en að dvelja þarna jafnvel langdvölum.  Spáum aðeins í það, við erum þau sem erum heppin, hraust og höfum það gott.

 

Hjólakveðja
Óli G.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Batakveðjur til Jóa, slæmt að svona fór, átti ekki von á því að hann væri brotinn,  vorum á Barnaspítalanum með Sindra Jón í byrjun júní og öll þjónusta og aðstaða þar til fyrirmyndar.

En alltaf leiðinlegt að vera lokaður inni á spítala

Soffía (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 13:55

2 identicon

Æjj leiðinlegt að heyra, Sendi þér bata kveðjur..

 Kv Karen202 

Karen #202 (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 14:07

3 identicon

"hvað með Jóa lamaða?" spurði sonur minn í dag...  en við sendum þér batnaðaróskir úr sveitinni

kv. Hekla og Andri 

Hekla #336 (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 17:45

4 identicon

Blessaður Jói og velkominn í hópinn (ekki skemmtilegur hópur) það er að segja þessi slasaði hópur.

Farðu bara varleg næstu dagana svo þú setjir ekki beinin úr skorðum.

Við hlæjum bara að þessu og komum bara enn sterkari inn þegar við erum búnir að jafna okkur :)

Kv

#10 Haukur

Haukur (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 20:41

5 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Jói var rekinn heim seinni partinn í dag - hjúkkurnar sögðu að hann hefði verið hoppandi um alla ganga í dag og gæti alveg eins gert það heima hjá sér.

Brotið virðist hafa sest alveg saman og allt á ótrúlega góðri leið miðað við hvað gekk á.  Jói verður svo í stofufangelsi heima hjá sér næstu vikur, heimsóknir vel þegnar.

Ólafur H. Guðgeirsson, 26.6.2008 kl. 21:26

6 identicon

Var ekki búið að banna fólki að slasa sig? En ég vona að þér batni sem fyrst 

Kv Steinn #39

Steinn (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:13

7 identicon

Batnaðarkveðjur úr Firðinum - leiðinlegt að sjá þig ekki meira með í sumar.  Nú verður þú bara að láta þér batna almennilega og svo þú getir verið með af alvöru síðar.

kv.

KGM 

KGM (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 07:45

8 identicon

Sæll

Vonandi nærðu þér sem fyrst ég veit af eigin reynslu að það er ekki gaman að hanga heima er í svipuðum pakka núna var að koma úr krossbanda aðgerð...

 Baráttu kveðja

 Elli V # 201

team X slow

Elli Valur #201 (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 10:24

9 identicon

Batakveðjur til þín Jói, farðu bara varlega :)

 Þarf ekki bara að stofna "dagheimili" fyrir þessa slösuðu? Stór flatskjár með mótókrossmyndböndum, lazy-boy sófar, nammi, ís og gos (hehemm.. sko heilsunammi og vatn meina ég)? Og allir eru saman, í staðinn fyrir að láta sér leiðast í sitthvoru horninu ;)

Sjáumst á morgun! Gangi öllum vel sem eru að fara að keppa :D

Freyja #999 (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 13:17

10 identicon

batarkveðja, Jói láttu þér bara batna ,,og ég er sammála freyju:P

halli#910 (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 18:48

11 identicon

Velkominn í hópinn...

Bata kveðjur á þig Jói. Og mér finnst þetta vera snilldar hugmynd hjá Freyju!

Kv. Fatlafól #213

Helgi Már (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 19:23

12 identicon

Ég þakka allar þessar kveðjur og það væri mjög gaman að fá sem flestar heimsóknir.

En þetta er snilldar hugmynd hjá Freyju.

Kv. Jói 919

Jói #919 (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 19:35

13 identicon

Það er nú meira hvað þetta er orðið smitandi á meðal okkar hjólara, að slasa sig. Eru ekki til lyf við þessu? Batakveðjur til þín Jói .

Sandra #209 (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband