27.6.2008 | 10:16
Álfsnes - grill - Kawasakikeppnin
Jæja gott fólk - nokkrar tilkynningar:
- Endilega fjölmenna í Álfsnes á morgun, aðstoða eftir megni í pittinum HVETJAHVETJAHVETJA!!! Það skiptir mestu máli að láta sjá sig við brautina, reka fólk áfram - GEFA!! Taka líka þátt í að flagga, það vantar alltaf flaggara hluta úr degi.
- Við endum daginn á grilli heima hjá Hauki og Teddu klukkan átta, sama fyrirkomulag og síðast nema veðrið verður betra.
- Svo viljum vil hvetja fólk til að skrá sig í Kawasaki-keppnina þann 19. júlí. Skráningarfrestur rennur út 5. júlí því tími þarf að vera til að merkja keppnisbúningana. Kíkið á þetta, því þó maður bara skrái sig og borgi þátttökugjald, og fái þar með allt dótið sem fylgir með, þá er þetta fínn díll því ég er ekki að sjá það að ÉG sé að fara að keppa í krossi í Bolaöldu..... Ég legg til að pabbar 85cc krakkanna skrái sig líka, það verður flott mál.
Sjáumst á morgun
Óli G.
Athugasemdir
djöö.. öllu þessu er eg að missa af ;o, ætla bara að óska kawasaki mönnum góðsgengis þarna heima :D, góða skemtun á mrg og sendi bata kveðjur á þig jói :D,
verð mættur til leikt á akureyri..
heyja norge!
arnor 661 (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.